Ó borg mín borg.....New York.

Hæ hæ. Veit að ég kom heim fyrir löngu en þar sem ég var alltaf að reyna að setja inn myndir en það gekk ekki upp. Myndavélin hefur vinninginn, ég gafst upp. Engar myndir núna.

Komum til New York miðvikudagskvöld 2.apríl. Þegar ég var búinn að losa mig við töskuna á hótelherbergið þá fór ég rakleiðis á gay-bar sem var stutt frá. Hitti þar einn æðislegan mann..smullum saman eins og flís við rass..kjöftuðum og kjöftuðum...eins og tvær verstu kellingarWink. Fyrsta heimsóknin í þessari námsferð var skemmtileg, en ég hefði viljað fá annan guide, þar sem guide-inn var stressaður og talaði svo HRATT að ég skildi 1/4 af því sem hann sagði. En alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt. Önnur heimsóknin var fróðleg, en þar sem maður vissi þetta allt, þá var líka fínt að fá sjá þetta. Síðasta heimsóknin var en sú ALLRA BESTA heimsókn sem ég hef farið í. Maðurinn sem talaði við okkur er fæddur ræðumaður, og hvernig hann talaði, ég skildi hvert einasta orð sem hann sagði. Og svei mér þá ég væri til í að hafa hann fyrir tengdapabbaSmile Hann er GULL af manni. Þegar heimsóknirnar voru búnar þá var farið að versla aðeins og út að borða. Kíktum á djammið..nema hvað. Á fimmtudagskvöldinu þá fór ég að hitta gæann sem ég hitti á miðvikudagskvöldinu og það var bara skemmtilegt kvöld sko. Á föstudeginum átti ein sem vinnur með mér afmæli og þá var farið á Hard Rock að borða og einnig hitti ég hann Mike minn og konu hans, þau borðuðu með okkur. Við gátum ekki sitið öll saman þannig að við vorum skipt í 2 hópa, sem var allt í lagi..og auðvitað sat ég við betra borðið, hehe. Skellti mér svo á djammið með Mike og konu hans. Laugardeginum var svo eytt í outlet-inu í New Jersey og ætluðu allir að versla SMÁ. Ég fann ekkert nema gallabuxur og gallajakka..that's it. Við fórum út að borða á Appelbeach í out-let-inu og fékk ég mér Long Island Is Te sem er uppáhaldskokteillinn minn og fékk ég mér 1 líter af honum....ekki amalegt það sko. Ég átti afmæli á laugardeginum og takk elsku fólk fyrir ÖLL sms-in sem ég fékk frá ykkur, að sjálfsögðu voru systur mínar fyrstar til að senda...ekki að spurja að því sko. Jæja, líður ekki svona langt til næsta bloggs. Æ lofa. Hafið það gott.

Æm át.


Berlín eða.......

  

Hæ hæ. Langt síðan síðast. Ég hef verið að velta því fyrir mér að flytja til Berlínar. Veit ekki afhverju Berlín, en borgin heillar mig. Hef samt aldrei komið þangað. Ég skellti íbúðinni á sölu og svo er bara að bíða og sjá hvað gerist. En hvað segið þið mér gott fólk. Hefur einhver reynslu af Berlín? Hafið það gott.

Æm át.


Allt í heiminum getur gerst

Borgin farin á hausinn og ég fékk ekki útborgaðAngry. Er stoltur að segja frá því að eftir vinnu í dag fór ég að hitta vinkonu mína eftir LANGAN TÍMA. Eftir að við sátum og töluðum saman lengi lengi. Fengum okkur hvítvín og það var gott. Skelltum okkur svo í rúmið og hún afmeyjaði mig. Hefði aldrei dottið í hug að kvenfólk væri svona lagið við þetta..En, sá hlær best sem síðast hlær. Eftir allar mínar athugasemdir um kvenfólk þá verð ég að játa mig sigraðann. IT WAS GGOODD. Elsku kvenfólk, vonandi fyrirgefið þið mér. Ég fór því miður yfir umferðareyju í dag og eyðilagði allt undir bílnum mínum, en ég slapp alveg ómeiddur. Fór því á bílasölu og keypti mér eitt stykki Nissan Terrano 2. Skrítið að vera svona hátt uppi eftir að hafa verið í götunni. Á morgun er svo vaknað snemma til að hitta allt starfsfólkið mitt því við erum að fara til New York. Er samt enginn tilhlökkun í mér. Á eftir að pakka niður, finna vegabréfið. En þetta tekur enga stund sko. Jæja, hafið það gott. Ég geri allt sem þið mundið aldrei gera í New York.

Æm át. 


Foreldrar, börn og tölvur

Hæ hæ. Má til með að deila einu samtali sem ég átti í dag við kunningja konu mína. Hún spyr mig hvort ég hafi Msn. Já, svara ég. Svo spyr hún: Hvað eyðir þú miklum tíma í tölvunni. Ég segi: svona 5 tíma á viku (að meðaltali). Henni finnst að þeir foreldrar sem eru með: Msn, blogg, myspace og allt sem til er, lélegir foreldrar. Eru ekki allir foreldrar góðir, bara misgóðir? Eða hvað?  Því að foreldrar sinna ekki börnum sínum því að þau eru upptekinn í tölvunni. Þannig að ég gat ekki annað en spurt hana: Hvað horfir þú á marga sjónvarpsþætti? Hún svaraði að það væri 7 sjónvarpsþættir sem hún mætti ALLS EKKI MISSA AF!! Ef hver sjónvarpsþáttur er í 50 mínútur þá eru þetta 350 mínútur fyrir framan sjónvarp (veit að allir þessir þættir eru ekki á hverjum degi). Ég þekki fullt af foreldrum sem eru í tölvu, og ALDREI hef ég séð börn þeirra sinnulaus. Er þetta ekki afbrýðisemi?? Hvað finnst ykkur þið sem eigið börn og eruð í tölvu? ég óska ykkur góðrar helgar og hafið það gott.

Æm át.


Jibbý, er kominn með stafræna og er takkaóður

Hæ hæ. Ég fékk mér stafræna myndavél um daginn. Ætlaði að kaupa myndavél í New York en þegar ég var búinn að tala við fólk í kringum mig þá var það mín skoðun að versla eitt stykki hérna heima. Nennti ekki að lenda í því að myndavélin mundi bila og þá situr maður upp með myndavélina. Fékk mér Canon Ixus 950 eitthvað stafræna vél. Rosalega sæt myndavél sko.

Það styttist óðum að ég fer til New York og ég get ekki beðið. Hlakkar samt mest til að vita hver er með mig sem leynivin...Hef AÐEINS spurt vinnufélaga að því en það gengur eins og það gengur. Vona að allir hafi haft það gott um páskanna. Ég hafði það mjög gott þess á milli sem ég vann. Jæja, hef þetta gott í bíli. Hafið það gott og eigið þið góða vinnuviku framundan...tala nú ekki þegar það eru bara 4rir dagar.

Ef ég hef gert einhverja vitleysu með myndaalbúmið mitt þá megið þið láta mig vita..þá getið þið bara komið í heimsókn til mín og kennt mér þetta. Skoðið myndaalbúmið.

Æm át.  


Heimsmet í 101

Hæ hæ. Ég ætla að bjóða nokkrum heim í kvöld þar sem ég verð í New York þegar ég á afmæli. En hvað um það: Kom heim um 16:40 úr vinnunni og ætlaði að leggja mig í klukkutíma eða svo...en þessi klukkutími dróst AÐEINS..Þannig að ég vaknaði um 19:20 og átti eftir að gera allt og sagði gestunum að mæting væri klukkan 20. En ég náði að: Skreyta yfir skítinn....ryksuga, skúra og þurrka af. Skellti mér svo í sturtu og svo á Grillhúsið Tryggvagötu..og gestirnir ekki enn komnir. Bara ljúft. En jæja, ætla skella músik á og fá mér í GGLLÖÖSS. Nú það fer hver að verða númer 10.þúsund sem skoðar bloggið mitt, og sá/sú sem verður númer 10.þúsund vinnur stefnumót með mér..jú hú. Allir að keppast um..múhahha. Hafið það gott.

Æm át. 


Jú hú...ég er leynivinur einhvers

Hæ hæ. Við í vinnunni erum að fara til New York þann 2. apríl og hver og einn starfsmaður fékk að draga sér leynivin. Ég dró og ég er MJÖG SÁTTUR við minn leynivin. En vitiði hvað....Mig langar að vita hver dró mig..OG HANA NÚ. Þið sem þekkið mig þá er ég EKKI forvitinn...ég vill bara vita hlutina..múhahah. Ég er alveg búinn að ákveða hvað minn leynivinur fær, vonandi verður viðkomandi sátt/ur. Nú ég lofaði Viktor mínum að hann mundi vera leynivinur minn og hann mundi fá surprice síðustu nóttina okkar í New York...hver veit nema að hann verði heppinnWink. Um helgina verður nóg að gera: Vinna, barnaafmæli og árhátíð. Sonur systir minnar er að halda upp á 7 ára afmælið sitt fyrir fjölskylduna, þar sem honum fannst hallærislegt að hafa bekkinn og fjölskylduna saman...trúiði þessu..7 ára gutti. Skólinn sem ég vinn í er með árshátíð á morgun og verður það án efa gaman. Þar sem skemmtiatriðin eru í miklu magni og ég er í þeim...ekki öllum..en samt. Jæja gott fólk býð ykkur góða nótt, góða helgi og hafið það gott.

Æm át. 


Golíat ég elska þig

Hæ hæ, verð að segja ykkur smá frá Golíat MÍNUM. Unnum saman fyrir trilljón árum og smullum saman. Höfum að vísu ekki getað mikið hist undanfarin ár þar sem hann var erlendis. Ég fékk sms frá honum á miðvikudag um að hittast á fimmtudag, ég reddaði vaktinni minni í vinnunni og við hittumst. Fengum okkur aðeins í stóru tánna og svo var farið á stað til að sötra og blaðra og svo leið ekki á löngu að þegar við fórum að hlæja þá voru 3 menn á næsta borði sem báðu okkur um að lækka í okkur. Og Golíat eins og hann er, þá sagði hann: comm'on það hlýtur að vera löglegt að hlæja. Mennirnir sögðu að það væri löglegt í lágum hljóðum. Golíat sagði þá: Aumingja þið þá, breyti ekki mínum hlátri fyrir ykkur. Svo fór Golíat að spurja mig um ástarlífið, hvort ég væri búinn að finna kærasta. Mennirnir heyrðu það á næsta borði og þá sögðu þeir: HOMMATITTIR. Golíat var ekki lengi að svara: Þeir sem segja svona eru að auglýsa sína eigin kynhneigð..og það var allt KJAFTSTOPP!!! Svo drukkum við bara og héldum áfram að tala. Golíat stakk upp á því að mundum syngja í karókí..og ég fékk þetta litla væga áfall. Golíat fór og bað um eitthvað lag og við fórum að syngja, svo komu mennirnir sem sátu á næsta borði og létu okkur hafa klink, við sáum bara gull og silfur og bara hey vá..við erum að verða jafn ríkir og Madonna, vorum nákvæmlega með 417 krónur. Svo þegar við vorum búnir að syngja þá sögðu mennirnir að þeir hefðu verið að borga okkur fyrir að HÆTTA að syngja. Getið þið trúað þessu: Ég hætta að syngja...ég með mínu bjútifol sing voice. Ég átti ekki til orð. Ég tók þá á orðinu og söng svo lagið Simply the best með Tínu Turner. Þá var klukkan að verða 01 og fara að loka þannig að ég gat ekki sungið meir. Svo tókumst við í hendur og allir urðu sáttir. Svo kvaddi ég Golíat og fór heim að sofa. Svo er 90's partý í kvöld með vinnunni minni og ég er að fara í Kringluna og finna eitthvað 90's. Einhver með hugmyndir? Látið mig þá vita. Love ya all.

Það áttu nokkrir afmæli í Febrúar:

Jón Þór litli frændi var 7 ára þann 27 febrúar

Foreldrar mínir áttu 43,ja ára brúðkaupsafmæli þann 27 febrúar

Sólrún konan mín átti afmæli þann 27 febrúar

Rósa Lind átti afmæli þann 27 febrúar.

Unnur Björk átti afmæli þann 15. febrúar

Linda átti afmæli þann 15. febrúar. 

Rakel systir átti afmæli þann 29 febrúar, fæddist fyrir tímann og þurfti að velja þennan dag. Inniæegar hamingjuóskir með daginn sis. Vonandi nærðu þér sem fyrst upp úr veikindum. Ég held okkar afmælisdag í New-York.

Hafið það gott.

Æm. 


Helgin í Horsens og ég komst heill heim

Jæja, á fimmtudaginn fór ég með Kolu og Bertu til Árhúsa að hitta Kiddu, yndisleg dama þar á ferð. Við byrjuðum að næra okkur á Pizza-Hut og fórum svo að versla..sem ég kvarta aldrei undan! Kíktum líka í Dómkirkjuna í Áhúsum sem er fínasta kirkja frá 1200. Föstudagurinn var tekinn snemma: Þá var farið til Flensburg í Þýskalandi, byrjuðum á McDonalds að næra okkur og ég hef ekki séð annan eins kettlinga borgara sko..ég GAPTI! But anyway, eftir það var farið í göngugötuna og farið í búðir og mikið rosalega er ódýrt að versla þar. Ég gat sko verslað...en ekki mikið. Svo fórum við í CITTI sem er STÆRSTA verslun sem ég hef séð og vínrekkarnir maður...úfff. (Auðvelt að koma fullur þar út) Nú eftir Flensburg þá lá leiðin á Grensuna sem er landamæraverslun og þar er sko ÓDÝRT að versla. Og ég verslaði sitt lítið af hverju þar. Síðan lá leiðin heim til Bertu og Ragga þar sem beið okkar yndislegur matur og partý á eftir. Í ferðinni kynntist ég ÆÐISLEGU fólki: Rakel og Svavari, Kiddu, Lindu og Tryggva. Þau komu einmitt í partý-ið og við skemmtun okkur konunglega vel. Ég fór á skemmtistað með Svavari sem heitir Crazy Daisy og hann er fínasti skemmtistaður. Við áttum góðar stundir á djamminu. Á laugardag fór ég í miðbæ Horsens með Bertu og Hermanni þar sem ég gat verslað. Svo var komið og heim og farið á þorrablót hjá Kollu og Hlyn. Og ég fékk mér hákarl og íslenskt brennivín...ossa ossa gott. Þar var sama fólk og var kvöldið áður. Síðar um kvöldið skelltum við okkur á ball sem var haldið á vegum Íslendingafélagsins í Horsens og hljómsveitin Bermúda hélt uppi fjörinu og þar var skemmt sér og líka þegar við komum heim. Þá var eldhús/eftir partý.

Svo sunnudagurinn var tekinn um hádegi þegar ég, Berta, Raggi, Hermann og Kidda fórum "upp á" Hemmelbjarg og svei mér þá að við skulum ekki vera göngugarpar Íslandssögunnar..hehe. Mjög fallegur staður og svo fórum við í Silkeborg sem er fegursta borg Danmerkur. Svo bauð Kidda okkur í mat og þá þurftum við að finna búð sem væri opin en þarna lokar allt kl: 17 þannig að við enduðum á Shell bensín stöð til að redda málunum og þau redduðust!! Kidda þú ert snillingur. Fengum æðislegan kjúkling og tilbehör á met tíma. Kidda var með aðstoðarkokk sem er hún Berta. Ég, Raggi og Hermann fengum að kynnast sófanum hennar Kiddu á meðan og Kidda ég ELSKA sófann þinn. Má ég koma aftur?? múhaha. Komum svo heim um 21:30 sunnudagskvöldið og þá hljóp ég yfir til Kollu til að sækja töskuna mína. Heimdagurinn: Var vakinn um 07:30 og ég henti mér í sturtu og fékk mér að borða og svo kom Kolla um 08 til að fara með mig á lestarstöðina, hún ætlaði sko EKKI að sitja uppi með mig..múhahah. Í lestina fór ég og þegar ég var kominn til Kastrup þá setti ég töskuna á vigtina og þá vó hún 21,6 kíló og ég var beðinn um að taka úr henni og ég GARGAÐI....ekki upphátt samt. Tók skóna mína úr töskunni og þá var hún 20,9 kíló og þá þurfti ég að taka meira og ég tók meira úr þannig að taskan mín vó á endanum 19,88 kíló (minnir mig), þannig að allir voru "sáttir". En allir vinna sína vinnu. Svo þegar ég lenti á Keflavíkurvelli í dag þá leið ekki á löngu að ég fékk símtal frá systir minni: Hún segir: Hæ elsku bróðir: ég er bara að tékka hvar þú ert staddur í heiminum, ég segi: ég er á heimleið, er hjá Álverinu núna. Nú jæja segir hún, gott að þú tókst rétta flugvél. Ein sem þekkir mig. Hver gæti misst af flugvél..comm'on. Það er ekki eins og hún mundi hringja ef ég hefði misst af strædó..múahha. I LOVE U SIS! Svo kom ég heim og nennti ekki að fara standa í eldamennsku þannig að ég fékk mér eina Domino's X-tra pizzu þar sem megavika er núna...ÉG ELSKA YKKUR Domino's fyrir að hafa megaviku. Svo hef ég bara verið að þvo þvott og taka upp úr töskunni og horft á tv. Já, talandi um það: er einhver sem tók upp Nágranna frá miðvikudag til föstudags? Jæja, gott fólk. Hafið það gott. Setti myndir í albúmið og þið gluggið á það.

 Elsku allir í Horsens. Ég þakka kærlega vel fyrir mig. Og þið sem ég kynntist: Þið er ÆÐISLEG!! Hlakka rosalega til í að hitta ykkur aftur. Ef þið munið ekki eftir mér, þá hugsið þið: Hmm, hefur Dolly Parton komið til Horsens í gulri úlpu. THAT'S ME. 

Æm át. 


Komst heill á húfi til Horsens og skemmtilegur dagur

Jæja, ég byrjaði á því að sofa flugið af mér. En ég fékk flug síðar um daginn. Svo þegar ég lenti á Kastrup, þá byrjaði ég að kaupa mér lestarmiða og keypri mér lestarmiða fyrir reiðhjól og ekki bara í 1 skipti heldur 10 skipti. Eins og ég eigi eftir að fara 10 sinnum með hjól í lest og það í Danmörku. Loksins gat ég nú keypt mér réttan lestarmiða og þá þurfti ég að bíða í 40. mín eftir að lestin færi. Jæja, svo var það að fara í lestina og ég að burðast með farangurinn upp 3 tröppur. Þá hlammaði ég mér í fyrsta sæti sem ég sá og sat þar og lokaði augunum. Svo leið smá tími og ég þurfti að fara á salernið þá beið ég eftir viðkomandi til að koma út, hann kemur út og ég fer inn. Svo þegar ég ætlaði að fara út af salerninu...Drottinn minn dýri sko, ég stóð og horfði á hurðina, enginn hurðarhúnn, ég reyndi að toga hurðina..nei nei, ekkert gekk. Ég var inneignalaus og gat því ekki hringt neitt og ekki ætlaði ég að hringja í 112 til að láta bjarga mér af salerninu. En jæja, öll ráð úti: ég bankaði og sagði HELP..HELP...og þá kom einn og opnaði. Jæja og vitiði bara hvar opnarinn var: hann er á veggnum við hliðina á hurðinni og aðeins neðar því að salernið var líka fyrir fatlaða. Meina það sko. Íslendingur í hnotskurn. Loksins lenti ég í Horsens um klukkan 22:43 og hitti þá Kollu og Bertu á lestarstöðinni. Takk æðislega fyrir að bíða og sækja mig dömur. Svo biðu þær með "sænska réttinn" fyrir mig og je minn eini hvað hann er góður, og ég svelgdi honum niður með BJÓR..já þið lásuð rétt. Ég stútaði bjór í gær sem heitir TUBORG CLASSIC og mikið er hann ágætur en hann venst. Hver veit nema ég verð BARA bjór drykkju maður þegar ég kem heim....hehe. En jæja, í kvöld verður það bjórinn Royale sem verður drukkinn. Ég fékk mér nú einn bjór með matnum samt. Svona er verið að ala mig upp. Í dag fórum við til Árhús og hittum Kiddu vinkonu þeirra og við skelltum okkur á Pizza-Hut og í miðbæ Árhúsa. Og ég gat verslað sittlítið af hverju. Á ALDREI í vandræðum með að versla. Fórum svo í BILKA og ÞAR er sko hægt að versla. Fékk mér adidas galla í Bilka á 3000 krónur íslenskar, og gera aðrir betur. En dagurinn í dag var ljómandi skemmtilegur, takk kærlega fyrir mig stúlkur. Skelltum okkur líka í Dómkirkjuna í Áhúsum og mikið er þetta falleg kirkja. Jæja, ætla fara út á verönd og fá mér ferskt loft..hehe. Hafið það gott. 

Æm át. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband