Ó borg mín borg.....New York.

Hæ hæ. Veit að ég kom heim fyrir löngu en þar sem ég var alltaf að reyna að setja inn myndir en það gekk ekki upp. Myndavélin hefur vinninginn, ég gafst upp. Engar myndir núna.

Komum til New York miðvikudagskvöld 2.apríl. Þegar ég var búinn að losa mig við töskuna á hótelherbergið þá fór ég rakleiðis á gay-bar sem var stutt frá. Hitti þar einn æðislegan mann..smullum saman eins og flís við rass..kjöftuðum og kjöftuðum...eins og tvær verstu kellingarWink. Fyrsta heimsóknin í þessari námsferð var skemmtileg, en ég hefði viljað fá annan guide, þar sem guide-inn var stressaður og talaði svo HRATT að ég skildi 1/4 af því sem hann sagði. En alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt. Önnur heimsóknin var fróðleg, en þar sem maður vissi þetta allt, þá var líka fínt að fá sjá þetta. Síðasta heimsóknin var en sú ALLRA BESTA heimsókn sem ég hef farið í. Maðurinn sem talaði við okkur er fæddur ræðumaður, og hvernig hann talaði, ég skildi hvert einasta orð sem hann sagði. Og svei mér þá ég væri til í að hafa hann fyrir tengdapabbaSmile Hann er GULL af manni. Þegar heimsóknirnar voru búnar þá var farið að versla aðeins og út að borða. Kíktum á djammið..nema hvað. Á fimmtudagskvöldinu þá fór ég að hitta gæann sem ég hitti á miðvikudagskvöldinu og það var bara skemmtilegt kvöld sko. Á föstudeginum átti ein sem vinnur með mér afmæli og þá var farið á Hard Rock að borða og einnig hitti ég hann Mike minn og konu hans, þau borðuðu með okkur. Við gátum ekki sitið öll saman þannig að við vorum skipt í 2 hópa, sem var allt í lagi..og auðvitað sat ég við betra borðið, hehe. Skellti mér svo á djammið með Mike og konu hans. Laugardeginum var svo eytt í outlet-inu í New Jersey og ætluðu allir að versla SMÁ. Ég fann ekkert nema gallabuxur og gallajakka..that's it. Við fórum út að borða á Appelbeach í out-let-inu og fékk ég mér Long Island Is Te sem er uppáhaldskokteillinn minn og fékk ég mér 1 líter af honum....ekki amalegt það sko. Ég átti afmæli á laugardeginum og takk elsku fólk fyrir ÖLL sms-in sem ég fékk frá ykkur, að sjálfsögðu voru systur mínar fyrstar til að senda...ekki að spurja að því sko. Jæja, líður ekki svona langt til næsta bloggs. Æ lofa. Hafið það gott.

Æm át.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

N.Y.C. er æði

Linda (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:49

2 identicon

Nú nú er þetta ekki Gummi og komst til NY og sagðir ekki hæ.....

Laufey (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband