Helgin í Horsens og ég komst heill heim

Jæja, á fimmtudaginn fór ég með Kolu og Bertu til Árhúsa að hitta Kiddu, yndisleg dama þar á ferð. Við byrjuðum að næra okkur á Pizza-Hut og fórum svo að versla..sem ég kvarta aldrei undan! Kíktum líka í Dómkirkjuna í Áhúsum sem er fínasta kirkja frá 1200. Föstudagurinn var tekinn snemma: Þá var farið til Flensburg í Þýskalandi, byrjuðum á McDonalds að næra okkur og ég hef ekki séð annan eins kettlinga borgara sko..ég GAPTI! But anyway, eftir það var farið í göngugötuna og farið í búðir og mikið rosalega er ódýrt að versla þar. Ég gat sko verslað...en ekki mikið. Svo fórum við í CITTI sem er STÆRSTA verslun sem ég hef séð og vínrekkarnir maður...úfff. (Auðvelt að koma fullur þar út) Nú eftir Flensburg þá lá leiðin á Grensuna sem er landamæraverslun og þar er sko ÓDÝRT að versla. Og ég verslaði sitt lítið af hverju þar. Síðan lá leiðin heim til Bertu og Ragga þar sem beið okkar yndislegur matur og partý á eftir. Í ferðinni kynntist ég ÆÐISLEGU fólki: Rakel og Svavari, Kiddu, Lindu og Tryggva. Þau komu einmitt í partý-ið og við skemmtun okkur konunglega vel. Ég fór á skemmtistað með Svavari sem heitir Crazy Daisy og hann er fínasti skemmtistaður. Við áttum góðar stundir á djamminu. Á laugardag fór ég í miðbæ Horsens með Bertu og Hermanni þar sem ég gat verslað. Svo var komið og heim og farið á þorrablót hjá Kollu og Hlyn. Og ég fékk mér hákarl og íslenskt brennivín...ossa ossa gott. Þar var sama fólk og var kvöldið áður. Síðar um kvöldið skelltum við okkur á ball sem var haldið á vegum Íslendingafélagsins í Horsens og hljómsveitin Bermúda hélt uppi fjörinu og þar var skemmt sér og líka þegar við komum heim. Þá var eldhús/eftir partý.

Svo sunnudagurinn var tekinn um hádegi þegar ég, Berta, Raggi, Hermann og Kidda fórum "upp á" Hemmelbjarg og svei mér þá að við skulum ekki vera göngugarpar Íslandssögunnar..hehe. Mjög fallegur staður og svo fórum við í Silkeborg sem er fegursta borg Danmerkur. Svo bauð Kidda okkur í mat og þá þurftum við að finna búð sem væri opin en þarna lokar allt kl: 17 þannig að við enduðum á Shell bensín stöð til að redda málunum og þau redduðust!! Kidda þú ert snillingur. Fengum æðislegan kjúkling og tilbehör á met tíma. Kidda var með aðstoðarkokk sem er hún Berta. Ég, Raggi og Hermann fengum að kynnast sófanum hennar Kiddu á meðan og Kidda ég ELSKA sófann þinn. Má ég koma aftur?? múhaha. Komum svo heim um 21:30 sunnudagskvöldið og þá hljóp ég yfir til Kollu til að sækja töskuna mína. Heimdagurinn: Var vakinn um 07:30 og ég henti mér í sturtu og fékk mér að borða og svo kom Kolla um 08 til að fara með mig á lestarstöðina, hún ætlaði sko EKKI að sitja uppi með mig..múhahah. Í lestina fór ég og þegar ég var kominn til Kastrup þá setti ég töskuna á vigtina og þá vó hún 21,6 kíló og ég var beðinn um að taka úr henni og ég GARGAÐI....ekki upphátt samt. Tók skóna mína úr töskunni og þá var hún 20,9 kíló og þá þurfti ég að taka meira og ég tók meira úr þannig að taskan mín vó á endanum 19,88 kíló (minnir mig), þannig að allir voru "sáttir". En allir vinna sína vinnu. Svo þegar ég lenti á Keflavíkurvelli í dag þá leið ekki á löngu að ég fékk símtal frá systir minni: Hún segir: Hæ elsku bróðir: ég er bara að tékka hvar þú ert staddur í heiminum, ég segi: ég er á heimleið, er hjá Álverinu núna. Nú jæja segir hún, gott að þú tókst rétta flugvél. Ein sem þekkir mig. Hver gæti misst af flugvél..comm'on. Það er ekki eins og hún mundi hringja ef ég hefði misst af strædó..múahha. I LOVE U SIS! Svo kom ég heim og nennti ekki að fara standa í eldamennsku þannig að ég fékk mér eina Domino's X-tra pizzu þar sem megavika er núna...ÉG ELSKA YKKUR Domino's fyrir að hafa megaviku. Svo hef ég bara verið að þvo þvott og taka upp úr töskunni og horft á tv. Já, talandi um það: er einhver sem tók upp Nágranna frá miðvikudag til föstudags? Jæja, gott fólk. Hafið það gott. Setti myndir í albúmið og þið gluggið á það.

 Elsku allir í Horsens. Ég þakka kærlega vel fyrir mig. Og þið sem ég kynntist: Þið er ÆÐISLEG!! Hlakka rosalega til í að hitta ykkur aftur. Ef þið munið ekki eftir mér, þá hugsið þið: Hmm, hefur Dolly Parton komið til Horsens í gulri úlpu. THAT'S ME. 

Æm át. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gummi, þú ert perla.   Takk fyrir samveruna í Horsens:)   Við sjáumst næst á klakanum um páskana.

Kolbrún Jónsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Gott að heyra að þú komst heill á húfi heim.....Takk fyrir heimsóknina elsku Gummi....það var gaman að hafa þig hjá okkur.

Knús frá "Hesteyri"**

P.s. Fann Will and Grace á stöð 4, hehe.....munum það næst þegar þú kemur:)

Berta María Hreinsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Berta mín, við skulum hafa það sko bak við eyrað: STÖÐ 4!!

Kolla mín. Takk fyrir samverustundirnar sömuleiðis. Sjáumst um páskana. Ætti ég þá ekki að redda mér gulri úlpu..múahha. 

Guðmundur Þór Jónsson, 18.2.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll Gummi,

takk fyrir síðast. Mín var ánægjan. Gott að þú varst ánægður með reddinguna og að sófinn hafi veitt þér góðar stundir .

Takk fyrir samveruna, það var gaman að kynnast þér og við munum eflaust hittast aftur! Bið að heilsa græna bolnum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 19.2.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og bestu kveðjur til þín elsku Gummi minn,gaman að heyra í þér aftur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ Kidda mín. Þakka þér sömuleiðis fyrir mig. Já, við hittumst POTTÞÉTT aftur. Framsóknarbolurinn ROKKAÐI á leið heim til Íslands. Hafðu það gott sweety.

Lina Linnet: Alltaf gamana ð heyra í þér sweety. Hafðu það gott. 

Guðmundur Þór Jónsson, 19.2.2008 kl. 22:32

7 identicon

Kæri Guðmundur,

Þökkum kærlega fyrir frábær kynni í Horsens, hlökkum til að sjá þig aftur :)

Þú ert snillingur

Kv

Svavar og Rakel 

Svavar & Rakel (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur elsku vinur og vonandi áttu góða helgi framundan elsku Gummi minn.

Mér þykir undur vænt um þig elsku  kallinn minn,mundu að þú kemur okkur öll í svo gott skap og það er ekki hægt annað en að  BROSA allan hringinn,þegar maður les þína blog síðu.

Ástarkveðja.Jeanie

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:18

9 Smámynd: Sólrún

Frábært að lesa að ferðin hafi verið æðisleg Samt gott að fá þig heim *smútsj*

Sólrún, 24.2.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband