Ó, Barcelona.

Jæja, þann 07.07 þá lögðum við 4rir kynvillingar til Barcelona í gay-trip. Það var gaman í alla staði nema þegar ég veiktist:( En læt það ekki á mig fá. Barcelona er mjög skemmtileg og falleg borg. Nema þegar kemur að fatastærðum, ég fór í Dolce & Gabbana búðina og ætlaði að fá mér boxer og ég tek stærð XL og ég hugsaði: þetta er höfuðfat á lítið barn...tók svo 2xl og það var eins og ökklaband á mér....meina það sko. Hvað er að framleiðindum. Við tókum íbúð á leigu og kostaði hún 160 þúsund fyrir 11 nætur og ekki er það mikið. Þetta var ódýrara en hótel. Og talandi um litlar stærðir, þá skellti ég mér í bað eitt skiptið og þegar vatnið var farið úr baðkarinu og ég ætlaði að rísa mig upp.....nei nei, þá var ég fastur, Ég festist í baðkarinu, mætti halda að þetta væri gert af Barbí stærð sko, ég var ekki að fitta sem Barbí í baði..það er sko víst. Ég og Gummi deildum herbergi með hjónarúmi og Kveldúlfur og Geiri voru í sitthvoru herberginu. Þar sem ég bylti mér MIKIÐ í svefni þá fékk Gummi litli aðeins og finna fyrir mér. Átti til að slá hann dáldið. Gummi eru marblettirnir farnir.  Við fengum ágætis veður en það var gola alla dagana og sólarvörnin mín er enn óupptekinn. Ef þið viljið sólarvörn...then talk 2 me. Heilsugæslan er sú fínasta í Barcelona en það þurfti að kalla út lækni sem talaði ensku, fólk talar ekki ensku. Ef þeir mundu ekki talsetja þætti og myndir þá mundu þau ná enskunni fljótt. Svo á morgun þá fer ég í það að fá endurgreitt það sem veikindin mín kostuðu. Vona að það gangi vel. Jæja, gott fólk. Setti myndir í albúm: Barcelona.

Hafið það gott.

Æm át.


Velja mer vidhorf fyrir ferdinni

Hae hae. Kom manudagskvoldid 07.07. Fundum ibudina..a endanum! Finasta ibud, ekki haegt ad setja ut a hana. Forum ut ad borda a Tridjudagskvoldinu og eftir tad fekk eg vott af matar-eitrun:( maginn a mer var a hvolfi i 2 daga og ut fra tvi ta fekk eg: hals-eyrnabolgu og svo hryllilegt kvef, og ekki baetti hitinn..o nei. Eg hringdi a laekna neydarlinuna og nadi ad klora mer hvad vaeri ad mer og hvar eg vaeri stadsettur. mer var sagt ad taka taxa a heilsugaesluna og gerdi eg tad. Tegar eg var kominn a heilsugaesluna ta turfti eg ad byrja a tvi ad vekja konuna i burinu(elska folk sem sefur i vinnunni) og ta taladi hun ekki ensku, en hun kalladi a oryggisvord og hann tulkadi (vildi oska ad oryggisvordurinn vaeri laeknir, hann er drop ded bjutifol) so syndi eg sjukratryggingakortid mitt, ja nei nei hvad haldidi, eg henti nyja kortinu sem eg fekk um daginn og setti gamla aftur i veskid..GARG!! en tetta kostadi nu bara 52 €. Svo fekk eg lyf, fekk: 40 toflur af ibufen 600 mg. 40 toflur af einhverju odru 600 mg líka og so loks 40 toflur af odru og einnig 600 mg og allir tessir 3 kassar kostudu mig: 653.90 Islenskar kronur, og erum vid ad tala um ad heilbrigdiskerfid se gott a Islandi?? Herna geta betlarar keypt sem lyf. En skitt med 52€ sem eg borgadi, fae tad endurgreitt. En 5 dagar af ferdinni minni hafa farid í veikindi meira og minna. Hef samt pint mig adeins ut. En í dag er ég ordinn nokkud gódur. Jaeja gott fólk, hafid tad gott.

Kolla: Tegar eg raeddi vid tig um ad haetta ad reykja, hvad sagdir thu tá? Múhahah. Sá hlaer best sem sídast hlaer. stondum saman. Love u. 


Barcelona.......here i come:)

                                            

                                       

Jæja gott fólk. Þá er ég að fara að leggja mína leið til Barcelona. Vélin fer klukkan 16 á morgun

og það er kominn fiðringur í mann, en samt ekki sko, er að fara mína 4ru utanlandsferð í ár.

Við erum 4rar "druslurnar" sem förum saman og deilum við 4ra herbergja íbúð saman. Íbúðin

kostaði 160. þúsund fyrir 11 daga og það var þónokkuð ódýrara en hótel.Og svo erum við líka í

HJARTA Barcelona, 2mín á "rúmbluna", held að það gerist ekki betra. Svo er líka sparnaður

að elda mat heima. Ætlum sko að gera það. Mig langar að skreppa yfir til Mæjorka og

hitta Arnar og Söru, en þau eru í húsi þar. Hvort ég fer verður að koma í ljós. Mér fannst

alveg tilvalið að hafa þessa mynd með..hehe. Þetta er mynd af verslunarmiðstöð og þegar

ég var í Barcelona árið 2006 þá var þessi oftast fyrir valinu því hún var styðst frá hótelinu.

Jæja, hafið það ossa ossa gott. Kem heim 18. júlí. Hlakka til að sjá ykkur.

Koss og knús á línuna.

Æm át.

 

 

                                                          


Yea, mér tókst að búa til grjónagraut

Hæ hæ. Vitiði hvað, mér svo sannarlega tókst að búa til grjónagraut í fyrsta skiptið í mínu lífi. En að vísu fékk ég BARA smá aðstoð frá henni Bertu minni. Sló á þráðinn alla leið til Danaveldis og hún Berta mín var svo yndisleg að aðstoða mig við grjónagrautagerðina. Takk kærlega fyrir mig Berta mín. Þetta var svo sannarlega gott. Kannski að ég sendi þér smá...hehe.

Hafið það gott

Æm át.


Bond, James Bond

 

Jæja gott fólk. Þar sem ég fékk mér James Bond safnið ekki alls fyrir löngu þá hef ég ekki átt neitt líf!! Búinn að horfa á 2-3 Bond myndir á dag!! Ég er kominn með ferköntuð augu, svei mér þá sko. Mér fannst rosalega gaman að sjá myndirnar sem Sean Connery lék í, og je dúdda mía að sjá hann á þessum árum. Munaði engu að ég hefði misst vatn sko, hann er guðdómlegur. Hefði alveg viljað vera uppi á þeim tíma sko. Jæja, hafið það gott elskurnar.

 

Æm át.


Steinar mánaðarins og merking þeirra

Janúar       Garnet     Trúmennska

Febrúar      Ametyst   Friðsemd

Mars          Japis       Hugrekki, vit

Apríl         Demantur    Sakleysi

Mai         Smaragður    Sönn ást

Júni        Perla          Heiðarleiki

Júlí        Rúbín        Sönn vinátta

Ágúst     Sardonyx     Hjónabandssæla

September     Ópal     Von

Október     Safír      Iðrun

Nóvember   Tópas     Vinátta

Desember    Túrkis     Ástarsæla

 

Jæja, gott fólk. Hafið það gott.

Æm át. 


Glæsileg mynd.

Jæja, eftir að hafa séð þessa mynd í bíó árið 1994, þá hefur mig langað til að eignast hana. Hef reyndar aldrei fundið hana þrátt fyrir mörg skipti til Danaveldis. Síðast þegar ég var í Danmörku í mai þá var gert mikið að því til að leita að henni og MIKIÐ þakka ég þeim sem hjálpuðu mér með það. Svo var það ekki nema hún Kolla (Kolla getur reddað öllu) sem tók upp tólið og hringdi eitt símtal og viti menn. Myndin komin í mínar hendur!! Var að klára að horfa á hana rétt í þessu og mikið roslega naut ég mín. Elsku Kolla takk kærlega fyrir mig. Elsku Helga takk kærlega fyrir mig, þú átt inni feitan greiða hjá mér. Láttu mig ENDILEGA vita.

Svo í kvöld er ég að fara í grillveislu til Guðmundar nafna míns, eins og honum einum er lagið. Og verður það án efa skemmtilegt kvöld.  Jæja, nágrannar eru að byrja. Langaði að láta ykkur vita að ég er á lífi og ég man eftir ykkur.

Hafið það gott.

Æm át.


Horsens frí-ið búið.

Hæ hæ. Jæja, ætla segja ykkur frá frí-inu mínu.

Kom um 22 þriðjudagskvöldið 20.mai. Byrjaði á því að fara á bensín og fékk mér samloku og bjór. Miðvikudagurinn var tekinn snemma og fór ég í bröns til Kollu og svo fórum við í Kviklý að versla. Fimmtudagurinn var líka dáldið verslað, og svo skellti ég mér að bera á garðhúsgögnin hennar Kollu...og við erum snillingar á því sviði. Svo var eurovision partý hjá Kollu og Hlyn um kvöldið og við vorum dáldið SPENNT. Allir kusu að sjálfsögðu. Sumir hoppuðu gleði sína þegar Ísland komst úr undankeppninni. Það var ÆÐISLEGT hjá þeim. Föstudagurinn var tekinn svo í miðbæ Horsens þar sem Jóngi var leiðsögumaðurinn minn. Fræddi mig um margt og mikið og lærði ég eitthvað af því. Versluðum í Bytrov og á göngugötunni. Takk kærlega fyrir daginn Jóngi. Föstudagskvöldið var svo tekið í smá drykkju. Laugardagurinn var STÓR dagur, því Berta mín hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Sem heppnaðist rosalega vel og var margt um manninn. Að sjálfsögðu var horft á eurovision...enda ekki annað hægt þar sem Ísland var með. Það fylgdust allir með af spenningi og svo þegar kom að kosningu tóku allir upp símana sína og kusu, enda fékk Ísland 12 stig frá Dönum..annað væri skrítið. Sunnudeginum eyddi ég í tívolínu með Kollu, Hlyn og börnum. Fór í rússibana og þið gott fólk sem verðið þunn þá skellið ykkur í rússibana. Fór líka í draugahúsið og það er SKERÝ. Svo þriðja tækið sem ég fór í var flugvél sem fór hærra og hærra og til hliðar og það setti útslagið, kom úr tækinu með magann á hvolfi og með æluna upp í háls. Síðan sá ég fólk reykja og borða og þá langaði mig að æla ENN MEIRA!! En ekki ældi ég. Svo keyrði Hlynur og Jóngi mig á lestarstöðina svo ég kæmist til Horsens frá Árhúsum (tívolíið er þar) og þá ýtti Jóngi á takka sem stóð Indlands og ég æpti: Nei Jóngi ætlaru að senda mig til Indlands, hann skelli hló og sagði að Indland væri innanlands, sauður ég sko að hugsa ekki áður en ég tala. (Hef nú ekki verið frægur fyrir það). Rétt áður en lestin stoppaði í Horsens þá sagði maður: Verðum að stoppa hér og hleypa ykkur út 10. mín fyrir utan Horsens, ég hugsaði...Just my luck!! Var búið að taka lestar-teinana í sundur. En lestin náði að stoppa á lestarstöðinni og mikið var ég nú feginn. Mánudagurinn var tekinn í Brytov og Bilka aðeins til að versla og náði ég að kaupa pínu pons. Þriðjudagurinn var tekinn snemma og fór ég með Kollu,Hermanni, Bertu og Emil til Vejle og skoðuðum við vindmylluna og göngugötuna og nýja verslunarmiðstöð. Ekki amalegur dagur þar á ferð. Skemmti mér konunglega.

Elsku Berta, Raggi og Hermann. Ástarþakkir fyrir vikuna. Hlakka til að sjá ykkur næst.

Elsku Kolla, Hlynur, Jóngi, Hafsteinn og Emil. Ástarþakkir fyrir vikuna. Hlakka til að sjá ykkur næst.

Koss og Knús á ykkur öll.

Jæja gott fólk. Setti myndir í albúm undir "Horsens" en einhverja hluta vegna þá komu bara 31 mynd sem ég skil ekki því ég setti inn um 100 myndir. Veit ekki hvað ég geri vitlaust en eitthvað er það. Hafið það gott.

Æm át.


Gummi-Tarzan

sex on the beahSegir allt sem segja þarf........Wink

Dittin og Dattinn

Jæja, gott fólk langt síðan síðast. Ætla bara koma með síðustu viku hér. Á þriðjudaginn 13.mai fór ég til tannlæknis og viti menn hafði ekki farið í 4ur ár upp á dag!! Og það þurfti að rífa úr mér tönn..Jibbý. Þetta tók AÐEINS 3 tíma og kostaði MONEY....Kom svo heim og fékk mér verkjalyf og vodka glas þá fór ég bara að sjá fljúgandi bleika fíla, 4ra gula fugla og 7 bláa, þannig að ég fór bara í rúmið og svaf!! Svo þegar deyfingin var að fara þá hefði ég getað sko drepið mann og annan. En hefði sko aldrei gert það. Og ég var ekki orðinn góður fyrr en á föstudag. Gerðist ekkert meira spennandi í vikunni. Á laugardaginn skellti ég mér á djammið og það var DJAMMAÐ...fékk góða gesti í heimsókn og fórum við í drykkjuleik og je dúdda mía sko....það er ekki alveg að fitta inn allsstaðar sko. Sunnudagurinn fór að liggja í rúminu. Systir mín hringdi svo í gær og bauð mér í mat, hún grillaði hamborgara sem voru STÓRIR og það MJÖG ljúffengt að fá svoleiðis í þynnkunni. Ég fór saddur og sæll frá henni. Fór með frúarbílinn í Bifreiðaskoðun í dag og hann stóðst..vei vei..þarf ekki að fara aftur með hann fyrr en árið 2010. Auðvitað stóðst bíllinn minn þetta, ég strýk hann á hverjum degiBlush. Á morgun legg ég land unsir fót og ætla ég að fara til Danmerkur. Hún Berta mín verður 30 ára á miðvikudaginn...úps, átti ég ekki að segjaFootinMouth Og ætla ég að fá heiðurinn að vera viðstaddur. Hlakka til að sjá svipinn á henni þegar hún opnar pakkann. Búinn að versla allt fyrir ykkur stúlkur. Sandra mín kom svo í kvöld og hafði smá afskipti af þessu sem er bara besta mál, gæti ekki hugsað eins og hún. Vélin fer klukkan 15:30 þannig að ég næ þessari vél..sef ekki yfir mig. Lendi í Billund klukkan 22.20 að dönskum tíma. Og að sjálfsögðu verður móttökunefnd með rauða dregilinn tilbúinn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég horfi ekki á Eurovision með múttu gömlu..en svo er spurning: Ætti ég að kjósa Ísland?? Hver veit hvað gerist. Kem heim Þriðjudagskvöldið þann 27.mai. Hafið það gott þangað til. Lofa að koma með myndir og blogga þegar ég kem heim.

Æm át.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 28894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband