Ó, Barcelona.

Jæja, þann 07.07 þá lögðum við 4rir kynvillingar til Barcelona í gay-trip. Það var gaman í alla staði nema þegar ég veiktist:( En læt það ekki á mig fá. Barcelona er mjög skemmtileg og falleg borg. Nema þegar kemur að fatastærðum, ég fór í Dolce & Gabbana búðina og ætlaði að fá mér boxer og ég tek stærð XL og ég hugsaði: þetta er höfuðfat á lítið barn...tók svo 2xl og það var eins og ökklaband á mér....meina það sko. Hvað er að framleiðindum. Við tókum íbúð á leigu og kostaði hún 160 þúsund fyrir 11 nætur og ekki er það mikið. Þetta var ódýrara en hótel. Og talandi um litlar stærðir, þá skellti ég mér í bað eitt skiptið og þegar vatnið var farið úr baðkarinu og ég ætlaði að rísa mig upp.....nei nei, þá var ég fastur, Ég festist í baðkarinu, mætti halda að þetta væri gert af Barbí stærð sko, ég var ekki að fitta sem Barbí í baði..það er sko víst. Ég og Gummi deildum herbergi með hjónarúmi og Kveldúlfur og Geiri voru í sitthvoru herberginu. Þar sem ég bylti mér MIKIÐ í svefni þá fékk Gummi litli aðeins og finna fyrir mér. Átti til að slá hann dáldið. Gummi eru marblettirnir farnir.  Við fengum ágætis veður en það var gola alla dagana og sólarvörnin mín er enn óupptekinn. Ef þið viljið sólarvörn...then talk 2 me. Heilsugæslan er sú fínasta í Barcelona en það þurfti að kalla út lækni sem talaði ensku, fólk talar ekki ensku. Ef þeir mundu ekki talsetja þætti og myndir þá mundu þau ná enskunni fljótt. Svo á morgun þá fer ég í það að fá endurgreitt það sem veikindin mín kostuðu. Vona að það gangi vel. Jæja, gott fólk. Setti myndir í albúm: Barcelona.

Hafið það gott.

Æm át.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

...Ég fæ kannski sólarvörn hjá þér áður en ég fer út

Tómas Ingi Adolfsson, 20.7.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Tommi minn. Gjösso vel.

Guðmundur Þór Jónsson, 20.7.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Gummi minnþú ert bara yndislegur og flottur vinur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tolvuguruKnús knús og góðar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 28926

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband