25.8.2008 | 00:27
Eyrnaaðgerðin og Menninganótt
Jæja, þá er komið að því. Ég er að fara í eyrnaaðgerð klukkan 09.30 í fyrramálið. Ég hlakka til og kvíður fyrir, einfaldlega út af því að aðfaranótt laugardags þá dreymdi ég að læknirinn tók botnlangann í stað að laga eyrað......Hvort hann gerir, verður að koma í ljós.
Menninganóttin var ÆÐISLEG. Byrjaði að fara í mat til Fríðu og Steinars, svo löbbuðum við niður að sjó til að sjá flugeldasýninguna og ég náði endirnum þar sem var tjattað og pissu pása á leiðinni. Svo á leiðinni til baka þá keyrði ég vagn sem frænka hennar Fríðu var sofandi í og þessi brekka maður....úfff....ég og tengdó hlömmuðum á bekk og hvíldum okkur....eða sko..fengum okkur sígó. Held að við FEITA FJÖRIÐ verðum að fara gera eitthvað í okkar málum sko. Svo var spilað Partý og Co, og je minn hvað það er skemmtilegt spil!!! Get ekki beðið eftir að fara í það aftur. Elli vinur minn kom til þeirra og þaðan lá leiðin niður í bæ og þar var MARGT UM MANNINN.....hef ekki séð annan eins fjölda sko. Jæja gott fólk. Eigið þið góða vinnuviku framundan og hafið það gott.
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í eyrnaaðgerðinni Gummi minn.....og ef botlanginn verður tekinn þá er það bara fínt, þú færð þá ekki botlangabólgu seinna
Berta María Hreinsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:54
Vona að aðgerðin gangi vel hjá þér og botnlanginn er ekkert nauðsynlegur þannig að ég er sammála Bertu:P
Tómas Ingi Adolfsson, 25.8.2008 kl. 23:30
Gangi þér vel elsku kallinn minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:00
Kvitt .....
Kolbrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.