28.3.2008 | 17:20
Foreldrar, börn og tölvur
Hæ hæ. Má til með að deila einu samtali sem ég átti í dag við kunningja konu mína. Hún spyr mig hvort ég hafi Msn. Já, svara ég. Svo spyr hún: Hvað eyðir þú miklum tíma í tölvunni. Ég segi: svona 5 tíma á viku (að meðaltali). Henni finnst að þeir foreldrar sem eru með: Msn, blogg, myspace og allt sem til er, lélegir foreldrar. Eru ekki allir foreldrar góðir, bara misgóðir? Eða hvað? Því að foreldrar sinna ekki börnum sínum því að þau eru upptekinn í tölvunni. Þannig að ég gat ekki annað en spurt hana: Hvað horfir þú á marga sjónvarpsþætti? Hún svaraði að það væri 7 sjónvarpsþættir sem hún mætti ALLS EKKI MISSA AF!! Ef hver sjónvarpsþáttur er í 50 mínútur þá eru þetta 350 mínútur fyrir framan sjónvarp (veit að allir þessir þættir eru ekki á hverjum degi). Ég þekki fullt af foreldrum sem eru í tölvu, og ALDREI hef ég séð börn þeirra sinnulaus. Er þetta ekki afbrýðisemi?? Hvað finnst ykkur þið sem eigið börn og eruð í tölvu? ég óska ykkur góðrar helgar og hafið það gott.
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:13
Tölvan er svo sannarlega tímaþjófur sem auðvelt er að gleyma sér í og að því leytinu er ég sammála þessari konu. En ég held að allir þurfi að finna mörkin og flestir foreldrar finna það á sér (held ég allavegana) ef börnin eru afskipt og reyna þá að bregðast við því. Það sem við hjónin höfum t.d. gert er að fara ekki í tölvuna þegar Hermann er kominn heim af leikskólanum og bíðum með það þangað til hann fer að sofa.....reyndar svindlum við stundum, en við reynum að halda þessari "reglu" eins og við getum. En það er með tölvur eins og allt annað (sjónvarp, saumaskap, föndur....)....allt er gott í hófi og börnin hafa alltaf forgang....enda það dýrmætasta sem maður á:)
Hafðu það gott Gummi minn og skemmtu þér fyrir mig líka í NY:)
Berta María Hreinsdóttir, 28.3.2008 kl. 21:55
Fínar myndir hjá þér, var sérstaklega hrifin af myndinni af Þórunni. Ég sé að það þarf samt klárlega að kenna þér að snúa myndunum rétt áður en þú setur þær á netið.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 29.3.2008 kl. 21:47
Er ekki nokkuð sama hvað það er, tölvur sjónvarp eða önnur afþreying.
Gullni meðalvegurinn hlýtur að eiga við hér sem annar staðar.
Freyr Hólm Ketilsson, 30.3.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.