Horsens frí-ið búið.

Hæ hæ. Jæja, ætla segja ykkur frá frí-inu mínu.

Kom um 22 þriðjudagskvöldið 20.mai. Byrjaði á því að fara á bensín og fékk mér samloku og bjór. Miðvikudagurinn var tekinn snemma og fór ég í bröns til Kollu og svo fórum við í Kviklý að versla. Fimmtudagurinn var líka dáldið verslað, og svo skellti ég mér að bera á garðhúsgögnin hennar Kollu...og við erum snillingar á því sviði. Svo var eurovision partý hjá Kollu og Hlyn um kvöldið og við vorum dáldið SPENNT. Allir kusu að sjálfsögðu. Sumir hoppuðu gleði sína þegar Ísland komst úr undankeppninni. Það var ÆÐISLEGT hjá þeim. Föstudagurinn var tekinn svo í miðbæ Horsens þar sem Jóngi var leiðsögumaðurinn minn. Fræddi mig um margt og mikið og lærði ég eitthvað af því. Versluðum í Bytrov og á göngugötunni. Takk kærlega fyrir daginn Jóngi. Föstudagskvöldið var svo tekið í smá drykkju. Laugardagurinn var STÓR dagur, því Berta mín hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Sem heppnaðist rosalega vel og var margt um manninn. Að sjálfsögðu var horft á eurovision...enda ekki annað hægt þar sem Ísland var með. Það fylgdust allir með af spenningi og svo þegar kom að kosningu tóku allir upp símana sína og kusu, enda fékk Ísland 12 stig frá Dönum..annað væri skrítið. Sunnudeginum eyddi ég í tívolínu með Kollu, Hlyn og börnum. Fór í rússibana og þið gott fólk sem verðið þunn þá skellið ykkur í rússibana. Fór líka í draugahúsið og það er SKERÝ. Svo þriðja tækið sem ég fór í var flugvél sem fór hærra og hærra og til hliðar og það setti útslagið, kom úr tækinu með magann á hvolfi og með æluna upp í háls. Síðan sá ég fólk reykja og borða og þá langaði mig að æla ENN MEIRA!! En ekki ældi ég. Svo keyrði Hlynur og Jóngi mig á lestarstöðina svo ég kæmist til Horsens frá Árhúsum (tívolíið er þar) og þá ýtti Jóngi á takka sem stóð Indlands og ég æpti: Nei Jóngi ætlaru að senda mig til Indlands, hann skelli hló og sagði að Indland væri innanlands, sauður ég sko að hugsa ekki áður en ég tala. (Hef nú ekki verið frægur fyrir það). Rétt áður en lestin stoppaði í Horsens þá sagði maður: Verðum að stoppa hér og hleypa ykkur út 10. mín fyrir utan Horsens, ég hugsaði...Just my luck!! Var búið að taka lestar-teinana í sundur. En lestin náði að stoppa á lestarstöðinni og mikið var ég nú feginn. Mánudagurinn var tekinn í Brytov og Bilka aðeins til að versla og náði ég að kaupa pínu pons. Þriðjudagurinn var tekinn snemma og fór ég með Kollu,Hermanni, Bertu og Emil til Vejle og skoðuðum við vindmylluna og göngugötuna og nýja verslunarmiðstöð. Ekki amalegur dagur þar á ferð. Skemmti mér konunglega.

Elsku Berta, Raggi og Hermann. Ástarþakkir fyrir vikuna. Hlakka til að sjá ykkur næst.

Elsku Kolla, Hlynur, Jóngi, Hafsteinn og Emil. Ástarþakkir fyrir vikuna. Hlakka til að sjá ykkur næst.

Koss og Knús á ykkur öll.

Jæja gott fólk. Setti myndir í albúm undir "Horsens" en einhverja hluta vegna þá komu bara 31 mynd sem ég skil ekki því ég setti inn um 100 myndir. Veit ekki hvað ég geri vitlaust en eitthvað er það. Hafið það gott.

Æm át.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Kærar þakkir fyrir samveruna Gummi minn.

Kveðja frá okkur öllum 

Kolbrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 18:22

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk sömuleiðis fyrir vikuna Gummi minn

Berta María Hreinsdóttir, 29.5.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Gummi, ætlarðu að hringja í mig.  Veit ekki númerið þitt.

Helga Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 28947

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband