8.8.2008 | 03:22
Gay pride 2008
Jæja gott fólk. Þá er 10 gay pride búið að ganga í garð. í kvöld var opnunarhátið í Háksólabíói og ég verð að segja að þær norsku Ruth og Vigdís stóðu upp úr. Fyrir ykkur sem þekkið þær ekki verið að mæta á skemmtiatriðin á laugardaginn. það var fólk sem hittist heima hjá mér og að sjálfsögðu var homma hækjan mín með hún Fríða. Hún er homminn í sambandinu..hehe. Á morgun verður strákaball haldið á Tunglinu (gamli gaukur á stöng) og þá verður líka hittingur hjá mér áður en ballið byrjar. Á laugardaginn (AÐALDAGINN) þá byrjar gangan klukkan 14 frá Rauðarárstíg við Skúlagötu og verður labbað niður Laugarveginn. Svo verða skemmtiatriði að göngu lokinni. Nú og þið sem komist ekki vegna anna hjá ykkur þá verðið þið bara að fresta því og koma í gönguna..hehe. Svo verður Páll Óskar með ball á NASA og að sjálfsögðu skellir maður sér á það. Þá verður enn og aftur hittingur hjá mér fyrir það ball, nóg að þrífa eftir þessa helgi. Fríða, Marta koma með mér á ballið.
Kæra Fríða. Takk kærlega fyrir frábært kvöld. Ég elska þig.
Jæja gott fólk. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr.
Hafið það gott
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu...mikið asskoti djöfulli hundfúlt er að missa af Reykjavík Pride 08
Það er hvergi nærri jafn góð stemmning á Pride hér í Ameríkunni...
Góða skemmtun og party on!
Róbert Björnsson, 8.8.2008 kl. 04:55
Knús á þig elsku Gummi minn og áttu góðan dag minn kæri
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.8.2008 kl. 09:00
Skemmtilega skemmtun á öllum þessum skemmtunum
Annars þá verð ég að beila á göngunni þetta árið, því miður!! En ég fæ að fara í eeemirískt wedding í staðinn 
En, svo ég segi aftur: rosa rosa góða skemmtun og gerðu nú einhvern skemmtilegan skandal til að segja okkur eftir helgi *fliss*
Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:36
Hæ elsku Gummi minn elska þig líka og hlakka mikið til djammsins á laugardaginn
verðum í leðri og latex er það ekki ??? var ekki ákveðið að það yrið þema partýsins 
En annars ekki skemmta þér of mikið í kvöld verður að standa upp réttur fyrir laugardags djammið
Fríða Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:58
Þokkalega skemmtileg helgi framundan hjá þér.....góða skemmtun Gummi minn
Berta María Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.