19.5.2008 | 23:44
Dittin og Dattinn
Jæja, gott fólk langt síðan síðast. Ætla bara koma með síðustu viku hér. Á þriðjudaginn 13.mai fór ég til tannlæknis og viti menn hafði ekki farið í 4ur ár upp á dag!! Og það þurfti að rífa úr mér tönn..Jibbý. Þetta tók AÐEINS 3 tíma og kostaði MONEY....Kom svo heim og fékk mér verkjalyf og vodka glas þá fór ég bara að sjá fljúgandi bleika fíla, 4ra gula fugla og 7 bláa, þannig að ég fór bara í rúmið og svaf!! Svo þegar deyfingin var að fara þá hefði ég getað sko drepið mann og annan. En hefði sko aldrei gert það. Og ég var ekki orðinn góður fyrr en á föstudag. Gerðist ekkert meira spennandi í vikunni. Á laugardaginn skellti ég mér á djammið og það var DJAMMAÐ...fékk góða gesti í heimsókn og fórum við í drykkjuleik og je dúdda mía sko....það er ekki alveg að fitta inn allsstaðar sko. Sunnudagurinn fór að liggja í rúminu. Systir mín hringdi svo í gær og bauð mér í mat, hún grillaði hamborgara sem voru STÓRIR og það MJÖG ljúffengt að fá svoleiðis í þynnkunni. Ég fór saddur og sæll frá henni. Fór með frúarbílinn í Bifreiðaskoðun í dag og hann stóðst..vei vei..þarf ekki að fara aftur með hann fyrr en árið 2010. Auðvitað stóðst bíllinn minn þetta, ég strýk hann á hverjum degi. Á morgun legg ég land unsir fót og ætla ég að fara til Danmerkur. Hún Berta mín verður 30 ára á miðvikudaginn...úps, átti ég ekki að segja
Og ætla ég að fá heiðurinn að vera viðstaddur. Hlakka til að sjá svipinn á henni þegar hún opnar pakkann. Búinn að versla allt fyrir ykkur stúlkur. Sandra mín kom svo í kvöld og hafði smá afskipti af þessu sem er bara besta mál, gæti ekki hugsað eins og hún. Vélin fer klukkan 15:30 þannig að ég næ þessari vél..sef ekki yfir mig. Lendi í Billund klukkan 22.20 að dönskum tíma. Og að sjálfsögðu verður móttökunefnd með rauða dregilinn tilbúinn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég horfi ekki á Eurovision með múttu gömlu..en svo er spurning: Ætti ég að kjósa Ísland?? Hver veit hvað gerist. Kem heim Þriðjudagskvöldið þann 27.mai. Hafið það gott þangað til. Lofa að koma með myndir og blogga þegar ég kem heim.
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.