7.3.2008 | 23:40
Jú hú...ég er leynivinur einhvers
Hæ hæ. Við í vinnunni erum að fara til New York þann 2. apríl og hver og einn starfsmaður fékk að draga sér leynivin. Ég dró og ég er MJÖG SÁTTUR við minn leynivin. En vitiði hvað....Mig langar að vita hver dró mig..OG HANA NÚ. Þið sem þekkið mig þá er ég EKKI forvitinn...ég vill bara vita hlutina..múhahah. Ég er alveg búinn að ákveða hvað minn leynivinur fær, vonandi verður viðkomandi sátt/ur. Nú ég lofaði Viktor mínum að hann mundi vera leynivinur minn og hann mundi fá surprice síðustu nóttina okkar í New York...hver veit nema að hann verði heppinn. Um helgina verður nóg að gera: Vinna, barnaafmæli og árhátíð. Sonur systir minnar er að halda upp á 7 ára afmælið sitt fyrir fjölskylduna, þar sem honum fannst hallærislegt að hafa bekkinn og fjölskylduna saman...trúiði þessu..7 ára gutti. Skólinn sem ég vinn í er með árshátíð á morgun og verður það án efa gaman. Þar sem skemmtiatriðin eru í miklu magni og ég er í þeim...ekki öllum..en samt. Jæja gott fólk býð ykkur góða nótt, góða helgi og hafið það gott.
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þið skemmtið ykkur brjálæðislega vel í NY (fyrir utan náttúrlega alla vitneskjuna sem þið gleypið í ykkur)
Jóna Á. Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 23:54
þetta átti kannski frekar að vera ...(að ég tali nú ekki um alla vitneskjuna.... (því hún verður líka ógó skemmtileg))
Jóna Á. Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 23:55
Jóna mín. Ég skemmti mér VVEELL í NY. Svo ég tali ekki um shopp-ing
Hafðu það gott.
Hlynur minn, Góða helgi sömuleiðis.
Perla mín. Já, ég vinn á GÓÐUM STAÐ en það kostar blóð, svita og tár að safna fyrri þessu. En mjög skemmtilegt!!
Freydís mín. I know eitthvað sem þú veist don't
Svavar minn. Ekki spurning!!!! Segi þér sögur frá NY þegar ég kem næst.
Guðmundur Þór Jónsson, 8.3.2008 kl. 16:37
Gummi minn ferðu ekki örugglega með hóp af góðu fólki? Þú munt þá lenda á réttum stað
bara að djóka í aðal gellunni. en ekki þar fyrir utan væri nú gaman ef okkar vinnustaður væri að fara til NY.
Helga ekki Guðríður
Helguráð, 8.3.2008 kl. 22:37
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2008 kl. 23:38
Skemmtu þér vel, þótt ég efist nú stórlega um að eitthvað skemmtiatriði toppi stuttmyndina sem við gerðum þarna um árið.....Væri gaman að vita hvort að Svan á hana til ennþá, ég væri alveg til í að sjá hana.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 9.3.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.