1.3.2008 | 11:58
Golíat ég elska þig
Hæ hæ, verð að segja ykkur smá frá Golíat MÍNUM. Unnum saman fyrir trilljón árum og smullum saman. Höfum að vísu ekki getað mikið hist undanfarin ár þar sem hann var erlendis. Ég fékk sms frá honum á miðvikudag um að hittast á fimmtudag, ég reddaði vaktinni minni í vinnunni og við hittumst. Fengum okkur aðeins í stóru tánna og svo var farið á stað til að sötra og blaðra og svo leið ekki á löngu að þegar við fórum að hlæja þá voru 3 menn á næsta borði sem báðu okkur um að lækka í okkur. Og Golíat eins og hann er, þá sagði hann: comm'on það hlýtur að vera löglegt að hlæja. Mennirnir sögðu að það væri löglegt í lágum hljóðum. Golíat sagði þá: Aumingja þið þá, breyti ekki mínum hlátri fyrir ykkur. Svo fór Golíat að spurja mig um ástarlífið, hvort ég væri búinn að finna kærasta. Mennirnir heyrðu það á næsta borði og þá sögðu þeir: HOMMATITTIR. Golíat var ekki lengi að svara: Þeir sem segja svona eru að auglýsa sína eigin kynhneigð..og það var allt KJAFTSTOPP!!! Svo drukkum við bara og héldum áfram að tala. Golíat stakk upp á því að mundum syngja í karókí..og ég fékk þetta litla væga áfall. Golíat fór og bað um eitthvað lag og við fórum að syngja, svo komu mennirnir sem sátu á næsta borði og létu okkur hafa klink, við sáum bara gull og silfur og bara hey vá..við erum að verða jafn ríkir og Madonna, vorum nákvæmlega með 417 krónur. Svo þegar við vorum búnir að syngja þá sögðu mennirnir að þeir hefðu verið að borga okkur fyrir að HÆTTA að syngja. Getið þið trúað þessu: Ég hætta að syngja...ég með mínu bjútifol sing voice. Ég átti ekki til orð. Ég tók þá á orðinu og söng svo lagið Simply the best með Tínu Turner. Þá var klukkan að verða 01 og fara að loka þannig að ég gat ekki sungið meir. Svo tókumst við í hendur og allir urðu sáttir. Svo kvaddi ég Golíat og fór heim að sofa. Svo er 90's partý í kvöld með vinnunni minni og ég er að fara í Kringluna og finna eitthvað 90's. Einhver með hugmyndir? Látið mig þá vita. Love ya all.
Það áttu nokkrir afmæli í Febrúar:
Jón Þór litli frændi var 7 ára þann 27 febrúar
Foreldrar mínir áttu 43,ja ára brúðkaupsafmæli þann 27 febrúar
Sólrún konan mín átti afmæli þann 27 febrúar
Rósa Lind átti afmæli þann 27 febrúar.
Unnur Björk átti afmæli þann 15. febrúar
Linda átti afmæli þann 15. febrúar.
Rakel systir átti afmæli þann 29 febrúar, fæddist fyrir tímann og þurfti að velja þennan dag. Inniæegar hamingjuóskir með daginn sis. Vonandi nærðu þér sem fyrst upp úr veikindum. Ég held okkar afmælisdag í New-York.
Hafið það gott.
Æm.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æji fólk sem þarf að vera með stöðug leiðindi i garð annara hlýtur að vera ósátt í eigin skinni. Þú ert einfaldlega bara æði
Takk fyrir góðar afmæliskveðjur
Sólrún, 4.3.2008 kl. 12:33
kvitt kvitt félagi..
Kv
Svavar
Svavar (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:57
Þú ertu yndislegur.
Helga, eða var það Guðríður Febrúar
Helguráð, 7.3.2008 kl. 14:14
Helga. Það er fólk sem les bloggið og það fólk hefur augu!! ég elska þig líka.
Guðmundur Þór Jónsson, 7.3.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.