14.2.2008 | 20:09
Komst heill á húfi til Horsens og skemmtilegur dagur
Jæja, ég byrjaði á því að sofa flugið af mér. En ég fékk flug síðar um daginn. Svo þegar ég lenti á Kastrup, þá byrjaði ég að kaupa mér lestarmiða og keypri mér lestarmiða fyrir reiðhjól og ekki bara í 1 skipti heldur 10 skipti. Eins og ég eigi eftir að fara 10 sinnum með hjól í lest og það í Danmörku. Loksins gat ég nú keypt mér réttan lestarmiða og þá þurfti ég að bíða í 40. mín eftir að lestin færi. Jæja, svo var það að fara í lestina og ég að burðast með farangurinn upp 3 tröppur. Þá hlammaði ég mér í fyrsta sæti sem ég sá og sat þar og lokaði augunum. Svo leið smá tími og ég þurfti að fara á salernið þá beið ég eftir viðkomandi til að koma út, hann kemur út og ég fer inn. Svo þegar ég ætlaði að fara út af salerninu...Drottinn minn dýri sko, ég stóð og horfði á hurðina, enginn hurðarhúnn, ég reyndi að toga hurðina..nei nei, ekkert gekk. Ég var inneignalaus og gat því ekki hringt neitt og ekki ætlaði ég að hringja í 112 til að láta bjarga mér af salerninu. En jæja, öll ráð úti: ég bankaði og sagði HELP..HELP...og þá kom einn og opnaði. Jæja og vitiði bara hvar opnarinn var: hann er á veggnum við hliðina á hurðinni og aðeins neðar því að salernið var líka fyrir fatlaða. Meina það sko. Íslendingur í hnotskurn. Loksins lenti ég í Horsens um klukkan 22:43 og hitti þá Kollu og Bertu á lestarstöðinni. Takk æðislega fyrir að bíða og sækja mig dömur. Svo biðu þær með "sænska réttinn" fyrir mig og je minn eini hvað hann er góður, og ég svelgdi honum niður með BJÓR..já þið lásuð rétt. Ég stútaði bjór í gær sem heitir TUBORG CLASSIC og mikið er hann ágætur en hann venst. Hver veit nema ég verð BARA bjór drykkju maður þegar ég kem heim....hehe. En jæja, í kvöld verður það bjórinn Royale sem verður drukkinn. Ég fékk mér nú einn bjór með matnum samt. Svona er verið að ala mig upp. Í dag fórum við til Árhús og hittum Kiddu vinkonu þeirra og við skelltum okkur á Pizza-Hut og í miðbæ Árhúsa. Og ég gat verslað sittlítið af hverju. Á ALDREI í vandræðum með að versla. Fórum svo í BILKA og ÞAR er sko hægt að versla. Fékk mér adidas galla í Bilka á 3000 krónur íslenskar, og gera aðrir betur. En dagurinn í dag var ljómandi skemmtilegur, takk kærlega fyrir mig stúlkur. Skelltum okkur líka í Dómkirkjuna í Áhúsum og mikið er þetta falleg kirkja. Jæja, ætla fara út á verönd og fá mér ferskt loft..hehe. Hafið það gott.
Æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað er gott að þú hafir komist á leiðarenda:) Þetta er ein skemmtiegasta ferðasaga sem ég hef heyrt í langan tíma.
Hafðu það nú gott og vona ég að þú komist heill aftur til okkar á klakanum;) Bið að heilsa öllum og sendi ykkur stórt knús xxx
Sandra, 14.2.2008 kl. 22:43
Bestu kveðjur til þeirra sem ég þekki og skemmtu þér vel
Anna Gísladóttir, 15.2.2008 kl. 01:32
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.2.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.