Blessuðu Jólakortin

Hæ hæ, eftir samtal við vinnufélaga í dag þá langaði mig aðeins að tjá mig. Til hvers er verið

að senda jólakort?? Ég meina til þeirra sem maður hefur kannski hitt 2svar á árinu?? Það er

ódýrara að senda sms. Nú ég hef alltaf sent um 20 jólakort og það er MIKLU ódýrara að senda

sms, margir eru hættir að senda jólakort, og ég skil þá hugsun vel. Á maður að segja: Mínu

bestu óskir um gleðileg jól og takk fyrir 2 skiptin sem við hittumst...þetta er komið út í

eintóma steypu. Spurning um að hætta bara senda jólakort og senda sms eða tölvupóst í

staðinn. Ég ætla taka þetta upp og sendi MJÖG FÁ jólakort í ár. Ég er að vísu búinn að fá 1

jólakort 1 jólakveðju. Sendi bara sms eða jóla-tölvu-póst á liðið. Hafið það gott.

Æm át.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sendi svakalega fá og fæ þal líka fá,  þó er notalegt á fá einhver í sníglapósti en það að eru þessi fínu rafrænu jólakort á veraldarvefnum, sem gera sama gagn

Linda (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Nú er ég ekki sammála þér Gummi minn.  Mér finnst sorglegt ef jólakortin detta út og allar kveðjur fara í gegnum einhverja tækni.  Jólakortin eru mjög dýrmæt fyrir mér og hlakka alltaf til að setjast niður og opna þau seint á aðfangadagskvöld.

Þú færð alvöru jólakort frá mér... ekkert bluff 

Kolbrún Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég er svo sammála Kollu......jólakortin eru ÓMISSANDI þáttur jólanna. Ég yrði miður mín ef ég fengi engin jólakort. En ég sendi samt örugglega helmingi fleiri kort en ég fæ til baka þannig að það eru margir sem hugsa eins og þú:) En auðvitað verður hver og einn að ákveða fyrir sig:)

Hlakka til að hitta þig í febrúar Gummi minn, kemurðu ekki með á þorrablót Íslendinganna??

Berta María Hreinsdóttir, 15.12.2007 kl. 10:37

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Berta, júts ég kem sko með á þorrablót Íslendinganna.....á ekki Raggi eftir að liggja í harðfisknum hvort sem er, múhahahah. Við skellum okkur í lopapeysu, höfum pela hangandi um hálsinn og djömmum feitt..við skytturnar þrjár.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.12.2007 kl. 12:52

5 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Jafnvirði jólakorta hjá mér renna í hjálparstarf...
Munum hinn sanna anda jólanna...

Freyr Hólm Ketilsson, 15.12.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 29167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband