1.12.2007 | 18:12
ÉG Á EKKI TIL AUKATEKIÐ ORÐ
Hæ hæ. Nú þið sem vitið við hvað ég vinn þá var ég að vinna í dag og ég fór með einn vist dreng í IKEA, og honum langaði að fara í boltalandið, við komum í boltalandið og afgreiðslustúlkan lítur á drenginn og spyr: Hvað heitir þú? Drengurinn bara hoppaði af kæti og gaf frá sér hljóð. Ég segi nafnið á drengnum og segi: Hann er einhverfur og talar ekki, þá fæ ég framan í smettið á mér: Já, allt í lagi en hann kemur þá ekki hingað. Þetta fauk í SKAPIÐ á mér og ég sagði: Comm'on, það er ekki eins og ég er að biðja um pössun svo ég komist í maraþon á Selfossi, ég þarf að sækja 2 hluti og búið mál. Næsti gjörið svo vel heyrðist svo í afgreiðslustúlkunni. Ég tók drenginn og við rukum í burtu. Afhverju er verið að meina einhverfum aðgang?? Það er ekki eins og það standi að boltalandið sé fyrir heilbrigð börn, eða var vandamálið það að hann talar ekki? Nei, ég spyr mig. Hvað segið þið mér kæru bloggvinir?? Hafið það gott. Æm át. |
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 29167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér Brynja. Já, ég ætla fara á mánudag í IKEA eftir vinnu. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 1.12.2007 kl. 18:18
Ekki hika við að fara með þetta lengra
Þvílík og önnur eins framkoma !
Endilega láttu vita hérna á blogginu þínu hvaða viðbrögð þú færð hjá yfirmönnum þessa starfsmanns ......
Anna Gísladóttir, 1.12.2007 kl. 19:48
Ég gjörsamlega stend á öndinni og næ ekki upp í nefið á mér!!!! Þú ætlaðir væntanlega að vera með honum þarna.......það er ekki eins og þú hafir ætlað að skilja hann eftir. Ég á ekki til orð......ég hefði orðið svo sár fyrir hönd stráksins, hann hefur greinilega hlakkað mikið til og orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Gummi minn....ég treysti því að þú fáir svör við þessum viðbrögðum hjá IKEA. Eða sendir Freydísi "boss" í málið.
Ég á eftir að fylgjast með gangi mála hér á blogginu þínu.
Knús til þín sweety
Berta María Hreinsdóttir, 1.12.2007 kl. 20:57
uh ætlaðir þú að skilja strákinn eftir í boltalandinu? það er ábyggilega kol ólöglegt..
Linda (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:43
Að sjálfsögðu er ekki ólöglegt að skilja barnið eftir í boltalandinu, en það er heldur ekki hægt að láta ókunnuga manneskju bera ábyrgð á barni með einhverfu sem getur ekki tjáð sig, þar að auki er Gummi í vinnunni og ber ábyrgð á drengnum og má ekki skilja hann eftir. Hins vegar á að vera opið fyrir hvaða barn sem er, fatlað sem ófatlað, að leika sér í boltalandinu.
Berta María Hreinsdóttir, 2.12.2007 kl. 11:17
Jú einmitt, ég efast um að stelpan hefði mátt taka við barninu samkvæmt reglum búðarinnar, ekki hægt að ætlast til þess að allir viti hvernig ummönnun eða athygli einhverft barn þarf (persónulega veit ég það ekki) fyrir utan að fylgjast með hinum börnunum. Gummi, ég mundi nú skoða þetta mál aðeins betur áður en spjallað er við verslunarstjórann, skan..
Linda (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 12:45
UUU...Gummi...Ef þú ætlaðir að skilja viðkomandi eftir í boltalandinu á meðan þú ætlaðir að ná í 2 hluti, þá stend ég með Ikea í þessu. Þar sem ég veit um hvern þú ert að tala, þá myndi ég ekki vilja vera að vinna í boltalandinu ef eitthvað kæmi upp á, það er alveg pottþétt...
Tómas Ingi Adolfsson, 2.12.2007 kl. 21:23
WOWOWOWO......Ja hérna hér...ég segi nú ekki annað.
Elsku Linda og Tommi: Það stendur HVERGI í helvítis fokking IKEA að einhverf/fötluð börn séu ekki velkomin/n í boltaland svo finnst mér ekkert viðbjóðslegra að mismuna fólki...þið hljótið að hafa verið mismunuð á lífsleiðinni og ekki þótt það skemmtilegt...ef svo er viljið þið þá láta mig vita. Þótt sem að umrætt barn tali ekki þá skilur hann meira en margir vita. Mér finnst að eitta eigi að ganga fyrir alla...HVERNIG SEM EINSTAKLINGAR ERU!! Hafið það gott.
Kæra Freydís. Já, ræðum þetta annarsstaðar. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.12.2007 kl. 23:31
ég er nú bara að segja mína skoðun á þessu máli, en er audda á móti mismunun, er líka á móti dónalegu afgreiðslu-/starfsfólki, allt í lagi að útskýra reglur eða e-h þannig.
Linda (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:53
Gummi, ég er viss um að Ikea vill ekki mismuna fólki eftir því hvort það er fatlað eða ekki. Börn eins og það sem þú varst með þurfa samt pottþétt að vera með einhvern eftirlitsmann með sér og mér finnst eðlilegt að Ikea geri þá kröfu, það er allt sem ég er að segja. Ég ræði þetta betur við þig seinna og á öðrum vettvangi, held það sé best
Tómas Ingi Adolfsson, 3.12.2007 kl. 17:33
Það er eitt að fá synjun um svona en það er annað hvernig synjunin er fram borin
Anna Gísladóttir, 4.12.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.