27.10.2007 | 12:44
Samkynhneigðir og kirkjan
Afhverju mega ekki hommar og lessur gifta sig í kirkju?? Hvað er að prestum?? Eru prestar að fela sína eigin kynhneigð eða vita þeir hreinlega EKKI að það er árið 2007....tvöþúsund og sjö!! Eftir útvarpsþátt sem ég heyrði um samkynhneigða og kirkjuna þá fór ég all verulega að pæla í þessu. Það var hlustandi sem hringdi og sagði: ef samkynhneigt fólk fær að gifta sig í kirkju þá fer allt til fjandans, ég meina...hvernig þá í andskotanum?? Það er ekki eins og þessi hlustandi verði boðinn í brúðkaup samkynhneigðra..meina það sko. Auðvitað eiga allir að fá að gifta sig í kirkju en þeir sem vilja það ekki fara bara til borgardómara. Ekki nema að prestur hafi sængað hjá homma eða lessu og ekki fílað það, hvað veit maður. Og hver er ekki búinn að ákveða sitt brúðkaup frá barnsaldri?? Ég hef gert það, og eflaust margir aðrir. Í krikju var ég skírðu, fermdur og afhverju má ég þá ekki líka gifta mig?? Er það vegna þess að ég var ekki búinn að segja öllum að ég væri hommi þegar ég var skírður og fermdur?? Fatta ekki svona hugsunarhátt. Hefur engum verið sagt að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir?? Hvar er sú kenning?? Hafið það gott. koss knús. Æm át. |
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 29167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú frekar asnaleg hugmynd þín um að ástæða þess að prestar séu á móti að gifta samkynhneigt fólk sé vegna þeirra eigin kynhneigðar, eða þá að þeir hafi sængað hjá h/l og ekki fílað það. Það hafa bara einfaldlega ekki allir sömu skoðun í þessu máli og til að öll dýrin í skóginum verði einhverntíman vinir, verða þau fyrst og fremst að læra að virða hvort annað. Eigðu góðan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 12:53
Elsku Elísabet. Þú þarft ekki að vera gay til að skrá þig í samtökin 78. Já og ég vona að þetta breytist fljótlega!!
Ásdís. Hver sem þú ert hef ég ekki hugmynd um. Eins og sagði í blogginu: Hvað veit maður!!!!!!!!!!!!!!! Og á barnsárum lærir maður að virða hvert annað en það virðist breytast með árunum. Það hefur sýnt sig.
Guðmundur Þór Jónsson, 27.10.2007 kl. 13:18
Mér finnst einnmitt hálf scary að það skuli vera 2007 en samt er ennþá svona fordóma ívaf hangandi yfir þessu öllu. Kannski maður bara láti afhomma sig og kallinn og þá er allt í góðu að gifta sig í kirkju hehehe.
Bara Steini, 27.10.2007 kl. 13:34
Steini: Góður. 2 thumbs up!!!
Guðmundur Þór Jónsson, 27.10.2007 kl. 15:33
Það sem ég tók sérstaklega eftir í kastljósinu í gær var þegar presturinn sagði öfgatrú af hinu illa. Vá hvað ég er sammála. Mér finnst að allir eigi að hafa jafnan rétt á því að giftast í kirkju óháð kynhneigð. Nú bara verð ég að viðurkenna að biblíufræðin mín eru orðin frekar ryðguð, en ég man þegar ég var að fermast og í áfanga í kennó um kristna trú að mér fannst ótrúlegt hversu mótsagnakennd biblían er. Enda er hún skrifuð af mörgum mönnum á löngum tíma og búið að endurskrifa hana nokkrum sinnum.Hafðu það annars gott Gummi minn og við rekumst kannski á hvort annað á djamminu í kvöld (ef að gamla ég drattast niður í bæ og þú verður á djamminu, hehehe)*smooochy*
Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 17:00
Segðu Sigrún. Er á næturvakt í kvöld....hittumst næst á djamminu. Have fun sweety. koss knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 27.10.2007 kl. 18:03
Eins fáránlegt og það er, að samkynhneigðir megi ekki gifta sig í kirkju, þá verð ég samt að viðurkenna að ég skil mjög vel presta og biskupa. Málið er að þeir hafa sínar vinnureglur eins og aðrir og þeirra "vinnuregla" er Biblían. Í Biblíunni stendur að ekki megi gefa saman fólk af sama kyni og að samkynhneigð sé dauðasynd. Ég er viss um að Guð hafi ekki hugsað þetta svona en með tímanum hafa menn breytt Biblíunni sér í hag og ákveðið þessar reglur óháð Guðs vilja. En Biblíuna verða prestar að virða og fara eftir alveg eins og við þurfum að fara eftir okkar vinnureglur í okkar starfi....er það ekki???
En það hlýtur að vera erfitt að vera prestur í dag, jafnvel vilja gefa samkynhneigða saman en verða þá að brjóta sínar "vinnureglur". Ef prestar ákveða að hunsa Biblíuna og það sem í henni stendur þá hlýtur allt að verða vitlaust....ég meina, til hvers þá að virða annan boðskap hennar??
Samkynhneigð hefur alltaf verið til, bæði meðal manna og dýra og því ótrúlegt að við skulum ekki vera komin lengra. Í mörgum löndum er fólk ennþá dæmt til dauða fyrir samkynhneigð. En það er eins með baráttu kvenna...í mörgum löndum eru þær ennþá drepnar fyrir að láta sjást í hold, grýttar og úthýstar fyrir að vera nauðgað, barðar fyrir að hafa skoðanir....og svo mætti lengi telja áfram. Alls staðar eru baráttumál í gangi og eins fáránlegt að það hljómar þá erum við "heppin" að vera komin svona "langt" á Íslandi (þó það sé alls ekki nóg).
Við eigum að elska og virða hvert annað, óháð kyni eða kynhneigð, það er nokkur ljóst.
Berta María Hreinsdóttir, 28.10.2007 kl. 10:20
Ó jú Berta, það verður víst að fylgja biblíunni. Takk fyrir frábært comment. love ya. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 12:38
Þetta snýst nú bara um orðalag eins og staðan er í dag. Samkynhneigðir mega nú fá öll sömu réttindi og hjón og ég held að sú kirkjulega athöfn sem þeir eiga rétt á sé ekki mikið öðruvísi en gifting hjá karli og konu. Það er bara orðið "hjón" sem er að fara í taugarnar á fólki. Þetta er sem sagt hætt að snúast um þann veruleika sem við lifum í heldur snýst þetta um orðin sem við notum um þann veruleika sem við lifum í. Ef það er verið að reyna að fylgja Guðs vilja í þessum málum held ég að orðin okkar skipti ekki máli, það sem við gerum er það sem á að skipta máli gagnvart Guði. Þess vegna er það bara fáránlegt að mínu mati að samkynhneigðir megi ekki giftast eins og gagnkynhneigðir...
Tómas Ingi Adolfsson, 28.10.2007 kl. 14:04
Þakka þér Tommi. Dyggur stuðningsmaður ert þú alltaf
. Hafðu það gott. Þangað til næst......koss knús
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 16:19
Hæ paddi, bara hasar hér hjá þér
mér finnst þetta bara talsverður áfangi þ.e. að prestar séu búnir að taka sameiginlega, lýðræðislega ákvörðun sem leyfir samkynhneigðum að staðfesta samist sína í kirkju (má víst ekki kalla þetta giftingu) þá er bara að fá þetta staðfest í lögum, sem vonandi gengur vel. Baby steps is the way to go, og ég held að við séum alveg að taka þau hér á landi
erum bara ótrúlega heppin að búa hér víst við erum hinsegin á annað borð, því að það er verið að fangelsa og drepa fólk fyrir samkynhneigð í þessum heimi.. 
Vonandi hefur þú það gott eskan og ert ekki að vinna yfir þig
Linda (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.