18.10.2007 | 22:32
ÞEGIÐU eða Æi, Þegiðu
Öll höfum við lent í því að okkur hefur verið sagt að þegja og við höfum jú sjálfsagt sagt öðrum að þegja. En hvað um það. í dag þá fór mín samstarfskona VIRKILEGA í taugarnar á mér, hún var alltaf að spurja: Hvar varstu, hvert ertu að fara (spurði þegar ég steig 1 skref). Hennar spurningar fóru bara ótrúlega mikið í taugarnar á mér. ég hugsaði um að kíla hana, en ég gleymi aldrei þegar vinkona mín sagði við mig á fundi: Maður lætur aldrei höggið fylgja með!! Þessi setning er geymd. En þess í stað þá HVÆSTI ég á hana...ÞEGIÐU!!! Ég sá hvað henni brá við þessu og hún varð kjaftstopp og labbaði í burtu. Þá fékk ég svona hálfgerðann kökk í hálsinn og hugsaði mig um og komst að þeirri niðurstöðu: Hún átti þetta skilið, þar sem hefur ekki þýtt að biðja hana um að hætta gera hlutina því hún hlustar ekki!! Hafið það gott. Æm. át. |
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 29167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þakka þér Elísabet. Vona sko að dagurinn í dag verði betri. Hafðu það gott sweety.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.10.2007 kl. 06:58
Æi Gummi minn, þetta var ekki gott að heyra. Ég er alveg fullviss um að þið náið að leysa þennan ágreining.
Ráðlegging til þín frá mér: Passa sig hvað maður setur inn á bloggið sitt, maður veit aldrei hver er að lesa hjá sér
Eigðu góðan dag sweety
Kolbrún Jónsdóttir, 19.10.2007 kl. 07:57
Gummi minn......veistu, það er miklu betra að segja opinskátt "viltu hætta að spyrja mig...mér finnst það óþægilegt". Flestir myndu þá hætta held ég. En stundum þegar maður er pirraður þá missir maður út úr sér eitthvað sem maður ætlar ekki að segja, en ég býst við að þú hefur ekki ætlað að vera "vondur" því þú átt bara GOTT í þér.
Vonandi leysist þetta hjá ykkur dúllan mín
P.S. Hvernig er staðan með 2. nóv?
Berta María Hreinsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:19
Það er lítið gaman að standa í svona löguðu og vonandi að það lagist með tíð og tíma. Megas söng réttilega "Brostu framan í heiminn og heimurinn brosir framan í þig". Hafðu það gott um helgina.
Friggja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:09
Elsku Kolla. Takk fyrir, ég er ekki enn kominn í blogg heima sýnist mér og fleiri en ég vildi eru búnir að lesa þetta, sem er kannski bara gott og ekki gott. koss knús.
Berta mín. Þakka þér, alltaf yndislegt að fá gullhamar frá þér. 2. nóv er enn í sigtinu. koss knús.
Freydís mín. Alltaf kemur þú með rétt rök fyrir málum, hef AÐEINS kynnst því. koss knús.
TAKK FYRIR MIG GIRLS
Guðmundur Þór Jónsson, 19.10.2007 kl. 23:35
Hvernig væri nú að koma með nýtt blogg dúlli??
hugs´n kisses
Sólrún, 22.10.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.