1.10.2007 | 19:35
Nýtt líf Betri heilsa og hugsanleg ný vinna
Jæja, öll höfum við sett okkur markmið en höfum við alltaf staðið við það. Þannig er mál með vexti að ég setti mér markmið í September sem á að byrja 1.okt. Markmiðin eru:
1. Að hætta að reykja
2. Að taka sig á í ræktinni.
Og viti menn í dag er 1 okt og ég byrjaði að fara í vinnuna og svo í Dressman til að hitta Gumma snúllu minn þar og að sjálfsögðu seldi hann mér tvennar skyrtur....NEMA HVAÐ. But anyway, svo lá leiðin í WORLD CLASS og ég var þar í klukkutíma enda er ég DÖD núna...TOTALLY!! En hvað reykingar varðar þá.....hmm..PASS!! Best að byrja á einu markmiði og bæta þau svo koll af kolli. Ég sagði upp vinnunni minni í dag SKRIFLEGA víst að það skiptir svo miklu máli..meina það sko!! Fór í atvinnuviðtal í dag og fæ að vita úr því á morgun eða miðvikudag, það er bara að bíða og vona. Ég ætla upp í sófa og láta vöðvana í mér að slaka aðeins á Hafið það gott.
æm át.
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 29167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsileg markmið hjá þér Gummi minn....styð þig heilshugar í að hætta að smóka þig og taka á í ræktinni. Ég er búin að vera á leið í ræktina í 2 mán. en er ekki enn farin
En ertu virkilega að hætta í Berginu??? Eða er það hin vinnan sem þú ert að hætta í?? Vona að það sé allavegana ekki Bergið!!!
Gangi þér vel með markmiðin dúllan mín
Berta María Hreinsdóttir, 1.10.2007 kl. 19:43
Takk fyrir Berta mín. Og nei er sko ekki hættur í Berginu!!! Við verðum með hvort öðru í anda í ræktinni
. Farðu á morgun, ég fer kl 20:30 á mínum tíma. Hafið það gott. koss knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 1.10.2007 kl. 19:48
Góð markmið hjá þér, styð þetta algerlega. Gangi þér líka vel með að fá nýja vinnu
Tómas Ingi Adolfsson, 1.10.2007 kl. 20:04
Til hamingju með síðuna. Flott og góð markmið, haltu þeim til streitu!!
Berglind Arndal (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:48
Ú je Berglind. Takk æðislega sweety
. Ég ætla sko að KOMAST Í KJÓLINN FYRIR JÓLIN...og hvor verður flottari þá..múhahahah
. Love ya. koss knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.10.2007 kl. 23:58
Þó ekki náttkjólinn sem eyðilagðist í þvottinum?
Friggja (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:10
hæ beib hver sem þú ert (Frigga sko) hehe nauts ekki náttkjóllinn
Guðmundur Þór Jónsson, 3.10.2007 kl. 18:57
Friggja, er víst þinn núverandi "boss", kem undir dulnefni. Meðal annars, alveg bannað að segja upp í Berginu.
Friggja (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 19:40
Frigga mín. Ég þori ekki að segja upp í Berginu! En velkomin. Þú mættir segja okkur eitthvað af þér á næsta fundi.....hvað vitum við nema þú sért ekki betlari frá Grænlandi
Guðmundur Þór Jónsson, 4.10.2007 kl. 23:24
Bíddu... ertu búinn að segja upp í Hóló???
Alla (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 18:07
Alla, já ég er búinn að því
Guðmundur Þór Jónsson, 5.10.2007 kl. 18:27
Æji, ég trúi þér ekki... vááá hvað ég kem til með að sakna þín
Alla (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.