Hæ hæ. Ég má til með að segja ykkur það að ég var með gamaldags blöndunartæki, þar sem maður þarf sjálfur að fá rétt hitastig. En það er þannig núna að ég fékk pípara til mín í gær og hann setti upp nýja blöndunartækið mitt. Við vorum um 23.30 að gera þetta...hlupum niður í kjallara til að taka vatnið af og hlupum svo aftur upp til að prófa nýja og Það VIRKAÐI!!! Svo hlupum við aftur niður til að láta vantið á aftur..bara svo að fólkið í blokkinni hefði vatn Svo var barið á dyrum hjá mér áðan og stóð þar maður með lengsta skegg sem ég hef séð(hann getur girt skeggið í sokknum sínum) og hann spurði mig hvað ég hafið verið að gera í kjallaranum í gærkveldi..þar sem mín leið lá ekki í geymsluna mína. Ég stóð furðu lostinn og var ekki lengi að setja upp hvolpa augun og sagði: Ha, ég?? í kjallaranum í gærkvöldi. Tja, sko ég var að leita að ruslinu. Já já, segir maðurinn, það eru eftirlitsmyndavélar í blokkinni. Ég hugsaði..SHJITT...búið að góma mig!! En svo sagði ég að ég hafi fengið pípara til að koma og láta blöndunartækið í og þá þarf að loka fyrir vatn á meðan (ætlaði sko að sýna honum að ég vissi sitthvað lítið um svona mál) Já, en það þarf að fá leyfi sko til að fá að loka fyrir vatnið, ég sagði: ertu að segja mér það að ég hefði átt að banka hjá hverjum íbúa um 23 leytið og fá leyfi??? ég vill ekki að það sé bankað hjá mér eftir 22 þá geri ég það ekki öðrum, Skegg-kallinn horfir á mig og segir: Þú gerir þetta ekki aftur, ég sagði: hafðu ekki áhyggjur ég er kominn með ný blöndunartæki En gott fólk það er ekkert smá gaman að skrúfa frá vatninu og stilla á 38 gráður og vera bara í sturtu óhultur!! Er búinn að fara 3svar sinnum í sturtu..ætli ég sé ekki hreinasti töffarinn á landinu í dag En hvað um það þá fannst mér þetta svo æðislegt að ég bjallaði í systir mína kl 0726 til að segja henni tíðindin sko. Núna þarf ég ekki heldur að hafa áhyggjur um hvort ég lendi upp á spítala með annars stigs brunasár. Njótið helgarinnar. |
Athugasemdir
Sumt fólk nennir að tuða yfir öllu.
Kolbrún Jónsdóttir, 21.9.2007 kl. 16:57
Já, segðu Kolla!!! Og hvar sem maður er staddur!
Guðmundur Þór Jónsson, 21.9.2007 kl. 18:19
Já það er rétt hjá þér að það er snilld að þurfa ekki að "blanda" vatnið sjálfur en mér finnst að þú hefðir átt að spyrja jóla hvort hann hafi ekki íhugað að fá leyfi hjá hinu opinbera fyrir þessu skeggi vegna sjónmengunar!!!
Til lukku með nýju sturtuna elskan
Berta María Hreinsdóttir, 21.9.2007 kl. 18:56
He he. segðu...spurning um að ég banki ekki upp á hjá honum NÚNA bara!!
Guðmundur Þór Jónsson, 21.9.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.