Á strætó alltaf réttinn

Hæ hæ. Ég var á leið heim úr vinnu í dag og þegar ég var að keyra hringtorgið hjá Suðurgötu og Hringbraut(var í innri hringnum) þá kom þessi stóri guli strætó og svínaði fyrir mig!!! Og ég þurfti að snar hemla niður. Ég LÁ á flautunni (með hendina sko) og blótaði og bölvaði strætóbílstjóranum í sand og ösku!! Að þessi gulu ógeð eiga alltaf réttinn!! Kannski hefði ég bara átt að láta hann klessa á mig þá hefði hann séð að ég ætti réttinn. Og ökumaðurinn í bílnum fyrir aftan mig flautaði líka, gott að fá aðstoð við það sko. En ég spyr: Ef maður lendir í árekstri við strætó er þá strætó ALLTAF í rétti???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Strætóar svína alltaf í hringtorgum, þú þarft bara að vera viðbúinn...

Tómas Ingi Adolfsson, 19.9.2007 kl. 23:41

2 identicon

Strætó á EKKI réttinn,en þeir hafa forgang í umferðinni. En hafa ekkert leyfi til að valta yfir þig í hringtorgi :)

Frábær síða hjá þér ég á eftir að skemmta mér vel yfir henni hahaha

Magga (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég hef svo oft velt því fyrir mér hvernig standi á því að ekki séu bílbelti í strætó þar sem bílstjórar þessara farartækja virðast vera algjörir glannar....allavegana mjög margir.

Einu sinni var ég í strætó á leið í Árbæinn og í einni beygjunni, sem tekin var á ljóshraða, þá flaug gamall kall úr sætinu sínu (sat fremst) og tók nettan hring á súlunni sem var SEM BETUR FER fyrir framan hann. Aumingja maðurinn hefði getað stórslasast ef ekki hefði verið fyrir þessa súlu......ja nema hann sé á þessum súlustað af biturri reynslu....kannski hann hafi áður flogið úr sætinu sínu???

Berta María Hreinsdóttir, 20.9.2007 kl. 18:38

4 identicon

Ég á strætó sögu! Ég er nú ekki sú heppnasta í umferðinni (enda nota ég mikið strætó núna) en seinast þegar ég átti bíl var það einmitt strætó sem bommmbaði hressilega í hliðina á honum þannig að hann snérist og bommmbaði svo á ljósastaur og þar með andaðist hann. Allavega ég er hér og það er það sem máli skiptir Hvað ertu að gera á laugardaginn Gummi? Bíó?

Linda (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já segðu Berta. Mamma dróst marga metra með strætó...bílstjórinn sá hana víst ekki speglinum og það er ekki eins og mútta gamla sé tannstöngull Já, kannski hann hafi flogið áður úr sætinu. Yngri systir mín fór í strætó og var kominn 8 mán á leið, hún segir við bílstjórann: ef þú ert ekki lærður læknir þá skaltu keyra alminnilega..ég finn fyrir barninu í kokinu á mér!! Spáðu í þessu.

Takk Elísabet

Guðmundur Þór Jónsson, 20.9.2007 kl. 22:56

6 identicon

Híhíhí... mín datt nú einu sinni út úr strætó og þurfti að fá hjúkrun við sárum og rispum á bossa hjá hjálpræðishernum (enda vel í því í mínípilsi og næloni á leið á djammið!!!) Toppaðu það í strætómálunum Gummi minn

Alla (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:18

7 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Alla veistu hvað...ég var einu sinni að ganga frá skiptimiðanum í veskið mitt og bílstjórinn ók bara af stað og ég studdi mig ekki við neitt...á lá kylliflatur á strætógólfinu!!! Ljúffengasta svínaskrokkur kominn í strætó á tú kall En ég sé þig alleg fyrir mér snúlla!!! love u.

Guðmundur Þór Jónsson, 29.9.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Þór Jónsson

Höfundur

Guðmundur Þór Jónsson
Guðmundur Þór Jónsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Barcelona 062
  • Barcelona 061
  • Barcelona 060
  • Barcelona 059
  • Barcelona 058

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 29167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband