Færsluflokkur: Bloggar
12.2.2008 | 23:23
Húsmæðraorlof eða Piparsveinaorlof:)
Hæ hæ. Ég er að fara til Danmerkur í fyrramálið. Jabba dabba dú. Get ekki beðið sko. Það er
búið að vera ansi gaman að pakka niður í tösku skal ég segja ykkur. í gær kom Sandra vinkona mín
og hjálpaði mér og hún gerði allt klappað og klárt, og svo í dag var taskan bara ekki nóg. Þannig
að ég hringdi í Möggu vinkonu og að sjálfsögðu var hún til í að lána mér tösku eins og alltaf, en
svo fattaði ég það að systir mín á svo stóra og góða tösku að ég fékk hana í staðinn. Hvað gera
systkini ekki fyrir hvort annað, ég segi það nú bara. Svo kom ég heim og tók allt upp úr töskunni
sem við pökkuðum niður í, í gær og setti í þessa stóru góðu tösku..nei nei, þá bara var hún ekkert
svo stór og góð!! Halelúja systir. Og hvað gera bændur þá. Jú jú, að sjálfsöðgu gat ég reddað
því..NEMA HVAÐ hehe. Já, svona byrjiði að hneigja niður fyrir mér...ÉG BÍÐ. En núna er allt komið
niður í tösku og handfarangur og svo er það bara að fara að sofa, vona að ég sofi þetta flug ekki
af mér. Það er bara HRÆÐILEGT. En jæja, ég er að fara til Danaveldis og verð þar til mánudags,
og mér skilst að það sé búið að plana og plana dagana þegar ég verð þar. Og ég hlakka bara
til þess sko. Svo má náttúrulega ekki gleyma að það verður að STJANA við litlu prinsessuna,
Kolla og Berta..eruð þið að sjá þetta?? *hvolpa augu*. Góða nótt og hafið það gott.
Æm át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2008 | 20:53
Er tölvulaus....ER VÆNGBROTINN
Hæ hæ. Er tölvulaus heima get því EKKERT gert. Hvað er hægt að gera ef maður hefur ekki
tölvu?? Kannski að ég kynnist sjónvarpinu mínu. Er að leita að einhverjum sem getur
straujað tölvuna mína. Hún var með svo mikinn vírus að ég gat ekki slökkt á henni sko.
Jæja, hafið það gott fyrir framan ykkar TÖLVU!!! GARG!!!
Æm át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.1.2008 | 23:34
Þvílíkur Bóndadagur
Hæ hæ. í dag ákvað ég að gera minn eigin Bóndadag því eg á engann bónda. Eftir vinnu tók ég tvær dvd myndir á leigu og fór og sótti pizzu á eldsmiðjuna (BESTU PIZZUR Í HEIMI). Byrjaði að horfa á myndina number 23 með Jim Carrey, sem mér þótti nokkuð góð þar sem ég fíla ekki Jim blessaðan Carrey, svo horfði ég á nágranna og snædd mér gómsætri pizzu með þessu. Sló svo á þráðinn til Danmerkur og talaði við Kollu vinkonu mína, alltaf jafn gaman að heyra í henni, og hún hélt að ég hafi fengið vírus í tölvuna mína út frá klámsíðum...en Kolla mín, ég er SAKLAUSASTA nunna hvað solleis síður varðar CHUCK & LARRY sem er snilldar mynd, enda eikkað ekta fyrir mig. Mæli sko með henni!! Kristín litla frænka er 18 ára í dag. Innilegar hamingjuóskir með daginn sweety pæ. Svei mér þá hvað þú ert fljót að eldast....það var eins og ég hafi fengið þig í fangið Í GÆR!!! Og samt er ég ekki orðinn gráhærður..múhahah. I love u girl. Jæja, ætla koma mér á koddann. Hafið það gott og góða helgi. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 00:46
VÍRUS VIÐVÖRUN
Hæ hæ. Þið sem eruð á msn-inu mínu, vinsamlegast EKKI opna það sem "ég er að
senda ykkur. Þetta er VÍRUS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Og sá/sú sem kann að laga þetta er sjálfboðinn
heim til mín Ekki hef ég GLÓRU hvernig á að laga svona.
Hafið það gott.
Æm át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.1.2008 | 21:54
Gay þykir dónalegt orð
Hæ hæ. Var að lesa í blaði um daginn um einkanúmer, og þar kom að orðið Gay þætti dónalegt sem ég skil ekki...kannski því ég er gay, but anyway fyrir ykkur sem ekki vitið en þá þýðir orðið Gay líka hamingjusamur. Orðið Gay má ekki láta á númeraplötu því það er dónalegt en mér var bent á það að það er bifreið með einkanúmerið BLOWME..HALLÓ..og hvort orðið er dónalegra. Svo var ein sem benti mér á að orðið Djö er á einni bifreið, og henni þótti það hræðilegt...að keyra í umferðinni og sjá orðið Djö fyrir framan sig, en ég hef aldrei séð þetta. Að vísu eru ekki allir sem þola orðið Gay, djö og blow me.....en ef að Blowme má leyfa á númeraplötu því þá ekki Gay?? Maður spyr sig. Það er ekki eins og viðkomandi þurfa að auglýsa sína kynhneigð, þar sem orðið þýðir líka hamingjusamur. En auðvitað eru margir hverjir sem fara EKKI í orðabók til að tékka á því. Ég er ekki að fá mér einkanúmer, ætla taka það fram. Hafið það gott og við heyrumst fljótt aftur. Æm át.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
6.1.2008 | 15:15
Jólin kvödd með stæl
Jæja, þá er þrettándinn í dag. Ég var með heljarinnar partí í gær, svona þrettándagleði. Þar sem ég bý í einstaklingsíbúð(prinsessu-íbúð) þá komu 13. manns til mín, en að sjálfsögðu var ÞRÖNGT, en þröngt mega sáttir sitja og allir skemmtu sér vel...vona ég. Ég skemmti mér konunglega. Það var sungið og hlegið, bara brill kvöld. En núna segi ég: ALDREI, AFTUR... Kannski!! Ég veit að kannski þýðir ekki fyrir mig að segja í Danmörku..en þá verður heldur betur tekið á því sko MSN-saumó Djö viðbjóður sko, vínflöskur, bjórdósir út um allt sko. Skellti mig í bleiku hanskanna og fór að vaska upp og tilheyrandi og það tók mig 2 tíma í þessari litlu íbúð!! Heyriði í mér dömur mínar og herrar. TVEIR TÍMAR...thank you very mush. Jæja gott fólk, ætla ganga frá Jóladótinu og koma mér upp í sófa. Hafið það gott. Æm át.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2008 | 00:28
Áramótin..........Bónorð......Klessti bílinn
Jæja, á gamlárskvöld byrjuðum við að horfa á skaupið..sem var LÉLEGT!! Svei mér þá nenni sko ekki horfa á það á ári liðinu. Svo var drukkið og drukkið og drukkið, fórum á Organ rétt um 2 í þessari BRJÁLUÐU rigningu, ég blotnaði í gegn!! Samt er ég í 2 mín að labba. Skemmti mér konunglega á Organ. Ég fer að tala við einn strák við barinn og hann bara fór á hné og bað mig um að giftast sér!!! HALLÓ!! Ég hélt að hann væri að djóka þannig að ég hló og hló að honum svo sá ég svipinn á honum, þá var honum barasta alvara, en ég bað hann vel að lifa (ef ég má stela þessari setningu) *hvolpa augu*. Svo hélt ég áfram að djamma til lokunar, eða til klukkan 7 (minnir mig) enda sannur Íslendingur á djamminu. Á nýársdag gat ég varla hreyft legg né lið, var gjörsamlega DÁINN! Staulaðist á American Style og fékk mér að borða, enda nauðsynlegt eftir svona djamm. Í dag gerði ég líka dáldið sem ég hefði átt að vera löngu búinn að gera: Ég einfaldlega skráði mig úr Þjóðkirkjunni.....OG HANA NÚ!. Ætlaði að gera þetta fyrir 4rum árum..en þið vitið. Ég var í jólaboði um daginn og þegar ég var að fara þá var SNJÓR, þannig að þegar ég er að bakka úr stæðinu þá rekst ég á snjóskalf (að ég held) en þá kemur maður og bankar á gluggann (JÁ, MÉR BRÁ) og segir við mig: Þú klesstir á bílinn hans pabba, ég segi: Hvar sérð þú bíl?? Þá skóf ég smá af snjóskaflinum og þar var bíll undir honum, það sást ekki einu sinni í dekkinn sko. En sem betur fer er þetta lítið. Jæja, gott fólk. Ætla fara í draumlandið. Vinna á morgun. Hafið það gott. Æm át.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2007 | 09:44
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Jæja, ég vill óska ykkur gleðilegs nýs árs og takk fyrir það gamla. Góða skemmtun í kvöld
fyrir þá sem eru að fara á DJAMMIÐ.....ÉG FER POTTÞÉTT. Áramóta koss/knús.
Æm át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2007 | 12:04
Jólin og guð blessi kanínur
Hæ hæ. Jæja, núna er hann búinn að vera KALDUR!! Í gær fór hann alveg upp í 13 gráður..SHJITT En þar sem sokkarnir mínir eru úr kanínu-ull þá urður mínar tær ekki kaldar...sem betur fer. Alltaf blessi ég kanínur fyrir það þegar mér er heitt á tánum. Um jólin er ég búinn að hafa það einum of gott (ef það er hægt) hef bara borðað og sofið út í eitt. Aðfangadagskvöld var mjög skemmtilegt í faðmi helmings af fjölskyldunni, skellti mér í miðnæturmessu í Hallgrímskirkju sem er varð til þess að ég rann auðvitað í spíkat og reif buxurnar mínar:( Þær rifnuðu í klofinu...ætti ég að láta gera við þær eða kaupa nýjar...hmm. Svei mér þá ekki vissi ég að ég væri svona liðugur....ég er bara fimleika-queen sko. Ég fékk æðislegar jólagjafir en að sjálfsögðu þurfti ég að skipta, er það ekki alltaf svoleiðis. Fór í eitt jólaboð /afmælisveislu á jóladag og það var bara gaman. Á gamlárskvöld verð ég með partí sem hefst kl:22 og við byrjum að horfa á skaupið, ætli það verði skemmtilegt í ár? Skaupin hafa ekki verið skemmtileg síðan 1990!! THAT'S IT!! Jæja, gott fólk. Hafið það gott. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.12.2007 | 14:02
Þvílíkt óheppinn
Hæ hæ. Ég fór um daginn til vinkonu minnar, sem er ekki frásögu færandi nema hvað að ég legg bílnum alveg við göngustíg, svo opna ég hurðina og það kemur vindhviða og svo heyri ég bara "ÁI"..ég stíg út úr bílnum og þá sé ég konu sem hurðin fauk á (hún var að skokka) og konu greyið fer út í runna, ég spyr: er allt í lagi með þig? Konan svarar: nei, er að drepast í kálfanum. Þá fer hún að tala um tjón, og ég segi: er hægt að gera tjónaskýrslu á fólki? En alla vegna þá gat blessunin gengið eftir þetta og hún ætti að vera með lýsiljós ef hún ætlar að skokka í myrkri. Er það ekki í lögum annars? En annars sést ekkert á hurðinni á mínum Romeó. Elsku bloggvinir og aðrir: Ég óska ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar