20.12.2007 | 01:13
Jólahlaðborð, Jólahlaðborð og aftur Jólahlaðborð.
Hæ hæ. Öll þekkjum við þann sið að það eru haldin Jólahlaðborð. Þannig er að ég fer í þrjú Jólahlaðborð þetta árið. Tvo með vinnum mínum og svo eitt með vinum. Þau fyrstu tvo voru núna í kvöld, það var haldið á vinnustað mínum og það var æðislegt Jólahlaðborð..svo ég tali nú ekki um sósurnar sko!!! NAMMI NAMM!! Var kominn um klukkan 20 í mínu ágæta pússi og fór um 22:30 til að fara´á Jólahlaðborð vina minna og svei mér þá að ég er VELTANDI!!! HJÁLP!! ( en eftir jólin) Nú svo þriðja Jólahlaðborðið er á morgun á Kaffi Reykjavík og ég hlakka til að fara á það..stutt að labba, þannig að ég get labbað átið af mér..hehe. Svo verður örugglega djammað eftir það ef ég þekki mitt fólk rétt sko. Það er FITANDI að vera í tveim vinnum....en hver veit nema að það verði ein vinna eftir skamman tíma. Hafið það gott. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2007 | 23:58
Unglingar nú til dags
Hæ hæ. Ég er í mömmó þessa dagana þar sem systir mín er erlendis( EINA FERÐINA ENN) og
það er ekkert nem ánægjan að hjálpa til sko. En fóstur sonur hennar spyr mig á miðvikudag
"Heyrðu er í lagi að ég bjóði nokkrum á fimmtudag heim, við ætlum að elda góðan mat og hafa
það kósý". Auðvitað segi ég, ekkert mál. Svo kem ég heim úr vinnunni á fimmtudagskvöldið og þá
bíður mín: Nautalundir, sósa og meðlæti og ég get svo svarið fyrir það að þetta var GGOOTTTT!!
Elsku Heiðar, takk innilega fyrir mig. Það er sko ekki amalegt að fá svo eftir 14 tíma vinnudag. Og ég
sé að það er alveg hægt að treysta þessum unglingum. Þegar ég var unglingur þá hefði mér aldrei
dottið svona í hug sko: þá var það bara: panta pizzu frá Pizzahúsinu Grensásvegi sko. Tímarnir
breytast og fólkið með, er það ekki svoleiðis. Hafið það gott.
Æm át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.12.2007 | 23:49
Blessuðu Jólakortin
Hæ hæ, eftir samtal við vinnufélaga í dag þá langaði mig aðeins að tjá mig. Til hvers er verið
að senda jólakort?? Ég meina til þeirra sem maður hefur kannski hitt 2svar á árinu?? Það er
ódýrara að senda sms. Nú ég hef alltaf sent um 20 jólakort og það er MIKLU ódýrara að senda
sms, margir eru hættir að senda jólakort, og ég skil þá hugsun vel. Á maður að segja: Mínu
bestu óskir um gleðileg jól og takk fyrir 2 skiptin sem við hittumst...þetta er komið út í
eintóma steypu. Spurning um að hætta bara senda jólakort og senda sms eða tölvupóst í
staðinn. Ég ætla taka þetta upp og sendi MJÖG FÁ jólakort í ár. Ég er að vísu búinn að fá 1
jólakort 1 jólakveðju. Sendi bara sms eða jóla-tölvu-póst á liðið. Hafið það gott.
Æm át.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2007 | 14:58
Og þá skall hann á rassgatið
Þegar ég labbaði göngustíginn fyrir utan blokkina með tvo Bónus poka þá fer ég í einn hálkublett og ég skell svo svakalega að ég sá bara fæturnar mínar upp í loft og annars Bónus pokinn sem Pepsí var í skall í blokkina og flaskan sprakk.....þarna lá ég á rassgatinu með fætur upp í loft og allur í pepsí...og hana nú. Er ekki komi tími til að göngustígar verði sandaðir??? Er með verki í mjóbaki og það er vont að sitjast niður og standa upp. Skellti mér á slysó og fékk þær fréttir að það væri ekkert brotið, bara marinn. Ætla samt að fara á djammið í kvöld....ef það tekst. Hafið það gott. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2007 | 19:41
Elsku litli frúar bíllinn minn
Hæ hæ. Ég setti bílinn minn á sölu í dag, JÁ..þið sáuð rétt!! Ég ætla að selja litlu rauða frúar bílinn minn. Nú ef þið viljið minnast mín þá er bara að kaupa hann..hehe. Það kom mér mest á óvart að listaverðið á honum er: 1540 þúsund.....ég sá bara dollara merki sko. Og það skiptir máli hvort bílar séu reyklausir í dag....ég hef aldrei pælt í svona hlut sko....ef bíllinn kemst afur á bak og áfram þá er ég sáttur...en svona er Ísland í dag. Ég ætla að finna mér ódýrari bíl sko, ætla sko ekki að taka strætó...gult fer mér ekki, hehe. Nú ef þið viljið að ég spari þá getið þið boðist til að vera einkabílstjóri minn. Hafið það gott.
Æm át.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2007 | 18:12
ÉG Á EKKI TIL AUKATEKIÐ ORÐ
Hæ hæ. Nú þið sem vitið við hvað ég vinn þá var ég að vinna í dag og ég fór með einn vist dreng í IKEA, og honum langaði að fara í boltalandið, við komum í boltalandið og afgreiðslustúlkan lítur á drenginn og spyr: Hvað heitir þú? Drengurinn bara hoppaði af kæti og gaf frá sér hljóð. Ég segi nafnið á drengnum og segi: Hann er einhverfur og talar ekki, þá fæ ég framan í smettið á mér: Já, allt í lagi en hann kemur þá ekki hingað. Þetta fauk í SKAPIÐ á mér og ég sagði: Comm'on, það er ekki eins og ég er að biðja um pössun svo ég komist í maraþon á Selfossi, ég þarf að sækja 2 hluti og búið mál. Næsti gjörið svo vel heyrðist svo í afgreiðslustúlkunni. Ég tók drenginn og við rukum í burtu. Afhverju er verið að meina einhverfum aðgang?? Það er ekki eins og það standi að boltalandið sé fyrir heilbrigð börn, eða var vandamálið það að hann talar ekki? Nei, ég spyr mig. Hvað segið þið mér kæru bloggvinir?? Hafið það gott. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.11.2007 | 02:09
UNAÐSLEG KVÖLDSTUND
Hæ hæ, um daginn þá hitti ég einn af mínum bestu vinum og við elduðum góðan mat...Tikka Masala, Snæddum kvöldverðinn og urðum saddir. Eftir matinn þá lögðumst við í sófann og horfðum á sjónvarpið og gæddum á eftirrétt. Þetta var svona hugljúf stund þar sem við vorum ekki búnir að hittast LENGI.Kæri aðdáandi, hér kemur uppskriftin, (fyrir 2)
2. Kjúklingabringur skornar í bita, steiktar á pönnu, kryddaðar með EÐAL-KJÚKLINGAKRYDDI frá pottagöldrum, Tikka Masala sósan (EKKI butter) sett út á og veltir kjúklingabitunum í sósunni. Sýður 1 poka af hrísgrjónum og hefur salat með...og ekki skemmir að hafa snittubrauð með.
Verði þér að góðu og HÆTTU svo að senda mér alltaf sms..kommentaðu bara á bloggið!!!!!
Æm át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.11.2007 | 23:04
Homma-pungur
Jæja, eftir vinnu í dag lá leið mín í Bónus, sem er ekki frá sögu færandi en að Nike taskan sem ég er alltaf með flæktist einhverra hluta vegna á innkaupakerru hjá einhverjum og innkaupakerran dróst aðeins til, svo heyri ég bara: Heyrðu manni...heyrði manni....þú ert að taka innkaupakerruna mína, ég lít við og segi: Afsakið mig, gamli kallinn segir: Já, það er svona að vera með homma-pung og labbaði í burtu. Viljiði pæla í þessu sko, veit ekki hvað er að fólki. ANNAÐ Ég fékk tilkynningu um að ég ætti ábyrðarbréf í pósti, ég tölti á pósthúsið í dag til að sækja bréfið...já, nei nei..getiði ímyndað ykkur hvernig bréf þetta var?? Hmm..eruði enn að hugsa. Þetta var bréf til að minna mig á aðalstjórnhúsfundinn í blokkinni minni...PÆLIÐ Í ÞESSU SKO!!! Póstkassinn minn er merktur for kræing át lád og ég er sko ekki til að borga í hússjóð ef það á að spreða í svona kjaftæði sko. Jæja, hafiði það gott. Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2007 | 09:07
Gott er að eiga góða nágranna
Jæja, um kl 23 þegar ég var að koma heim úr vinnunni, þá opna ég dyrnar hjá mér og þá kemur trefill fljúandi af fatahenginu, þar sem glugginn var opinn, það var allt slökkt og ég GARGA-HÁSTÖFUM í orðsins fylgstu merkingu og hoppa upp í loftið. Í því kemur nágranni minn fram á gang til að athuga með þessi öskur, ég tjái honum það og þá fórum við bara að hlæja að þessu, var hægt annað Æm át. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2007 | 16:57
Hver ætli sé starfsmaður vikunnar?? Nú audda ég..hehe.
Ég má til með að deila þessu, þetta er hrein snilld og bráð fyndið: Starfsmaður vikunnar Áhugamál: Guðmundur er mikill íþróttaáhugamaður. Sem barn ætlaði Guðmundur að gerast atvinnumaður í Krullu en þar sem hann missti hendina í bílslysi fór sá draumur í vaskinn. Guðmundur hefur mikinn áhuga á fótbolta og eyðir miklum tíma á vellinum að hvetja sitt lið áfram og horfa á sætu strákana tæklast. Kvikmyndir: Guðmundur er mikill aðdáandi kvikmynda og fer mikið í bíó. Hann hefur beðið í nokkur ár eftir að gerð sé mynd um Bratz og var himinlifandi þegar hún kom loksins á klakann. Núna er hann búinn að fara 52.svar á myndina og er búinn að sækja um aðalhlutverkið í framhaldsmyndinni. Framtíðin: Guðmundur hefur sótt um að gerast Munkur og ætlar að ganga í Munkaklaustur. Það hefur verið draumur Guðmundar síðan Krullu draumurinn fór í vaksinn að gerast þjónn Guðs og vera ávallt umkringdur fullt af karlmönnum. Mottó: Betri er Munkur í munkaklaustri en í Nunnuklaustri. Takk æðislega fyrir þetta elsku yfirmaður. Fíla þetta sko í tætlur. koss knús.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Guðmundur Þór Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 29167
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar